Erlent

Vottar íbúum Aurora samúð sína

Christopher Nolan
Christopher Nolan mynd/AP
Christopher Nolan, leikstjóri nýjustu kvikmyndarinnar um Leðurblökumanninn, The Dark Knight Rises, hefur vottað aðstandendum fórnarlamba skotárásarinnar í Aurora samúð sína.

Leikstjórinn birti stuttan pistil á Fésbókar síðu sinni í nótt. Tólf létust þegar grímuklæddur maður gekk inn í kvikmyndasal í Aurora í Colorado og skaut þar á allt sem hreyfðist. Rúmlega 60 særðust, þarf af margir lífshættulega.

„Ég og allir þeir sem komu að gerð The Dark Knight Rises hörmum þennan hræðilega atburð," skrifar Nolan. „Kvikmyndahúsið er mitt heimili, og sú tilhugsun að einhver skuli vanhelga slíkan stað er mér mikið reiðarslag."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×