Fleiri fréttir

Forræðið fært tímabundið

Dómari hefur ákveðið að að veita TJ Jackson, bróðursyni Michaels Jackson, tímabundið forræði yfir börnum poppgoðsins.

Yfir 600 laxar úr Elliðaánum

Veiðin í Elliðaánum fór yfir 600 laxa á morgunvaktinni á þriðjudag. Dálítið hefur hægt á veiðinni síðari hluta júlímánaðar eftir frábært gengi fram að því.

Hafnar kröfu um ógildingu

Innanríkisráðuneytið hefur úrskurðað að ekkert sé athugavert við ráðningu Mýrdalshrepps á systursyni oddvita hreppsins sem landvarðar við Dyrhólaey. Systursonurinn var ráðinn án auglýsingar og til þriggja mánaða. Ábúandi einnar jarðarinnar sem á land í Dyrhólaey kærði ráðninguna.

Fleiri konur í hópi hákarla en í fyrra

Þorsteinn Hjaltested landeigandi greiddi hæsta skatta í fyrra annað árið í röð. Þrettán af 50 hákörlum á lista ríkisskattstjóra eru konur. Hákarlarnir 50 greiða samtals rúman 3,1 milljarð króna í opinber gjöld. Upphæðin hækkar á milli ára.

Gúmmítékkar fjölmennir á Akureyri

Um það bil 70 áhangendur tékkneska fótboltaliðsins Mladó Bolislov, sem komu til Akureyrar í gær til að styðja lið sitt í leiknum við Þór í Evrópukeppninni á Akureyri í kvöld, þver brutu allar hefðir um fótboltabullur.

Obama vill breyta skotvopnalögum Bandaríkjanna

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur loksins tjáð sig um skotvopnalög landsins. Obama segir að embætti hans sé að vinna að endurbótum á skotvopnalögunum sem m.a. eiga að koma í veg fyrir að geðveikt fólk geti keypt sér skammbyssur eða önnur skotvopn.

Sjö fórust í námuslysi í Mexíkó

Sjö námumenn fórust og nokkrir slösuðust þegar sprenging varð í námu í Coahulia-héraðinu í norðurhluta Mexíkó. Talið er að gasleki hafi valdið sprengingunni.

Appelsínuguli dagurinn í gær

lAppelsínuguli dagurinn er nú haldinn 25. dag hvers mánaðar til höfuðs ofbeldi gegn konum. UNiTE heitir herferð framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og UN Women. Þá er skorað á fólk hvarvetna í heiminum að klæðast appelsínugulu.

Rannsóknarleyfi í Stóru Laxá gefið út

Orkustofnun hefur veitt Landsvirkjun rannsóknarleyfi vegna áætlana um virkjun í Stóru Laxá. Iðnaðarráðherra vill að um óflokkuð landsvæði gildi það sama og svæði í biðflokki. Best væri ef hið opinbera stæði fyrir rannsóknum.

Tyrkir loka landamærum Sýrlands

Sýrlandsher beinir nú afli sínu einkum gegn uppreisnarmönnum í Aleppo, stærstu borg landsins, en virðist hafa náð að mestu valdi á höfuðborginni Damaskus. Nýr yfirmaður friðargæsluliðs SÞ reynir að vera bjartsýnn.

Óttast að fé rústi skógrækt í Þórsmörk

Landgræðslustjóri og Skógrækt ríkisins óttast að sauðfé sem rekið er á Almenninga álpist inn í Þórsmörk og eyðileggi áratuga starf við skógrækt. Bændur telja að Skógræktinni beri að girða svæðið af.

Obama talsvert sigurstranglegri

Um 65% líkur eru á sigri Baracks Obama forseta í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, að því er kemur fram á vef tölfræðisérfræðingsins Nates Silver. Þó munurinn á fylgi Obama og Mitts Romney, frambjóðanda repúblikana, sé aðeins rúm tvö prósent á landsvísu ber nokkuð þeirra á milli sé tekið tillit til fylgis í einstökum ríkjum.

Rekin heim eftir rasista-komment á Twitter

Paraskevi Papachristou keppandi Grikklands í þrístökki á ólympíuleikunum í Lundúnum hefur verið rekin úr liði sínu eftir að hún skrifaði móðgandi athugasemd um afríska innflytjendur í Grikklandi á samskiptasíðuna Twitter í dag.

Katrín heimsótti skáta

Katrín Jakobsdóttir, ráðherra mennta- æskulýðsmála, heimsótti Landsmót skáta við Úlfljótsvatn í dag og kynnti sér þau verkefni sem mótsgestir hafa unnið að síðustu daga.

Sýndu fána Suður-Kóreu við hlið leikmanna Norður-Kóreu

Leikur Norður-Kóreu og Kólumbíu í kvenna knattspyrnu átti að hefjast klukkan 19:45 að staðartíma í Glasgow í kvöld. En stuttu áður en flautað var til leiks sýndi skjárinn á leikvanginum myndir af liðsmönnum Norður-Kóreu en við hlið myndanna var þjóðfáni Suður-Kóreu.

Strætisvagn sem gerir armbeygjur

Tékkneski listamaðurinn David Cerny hefur útbúið tveggja hæða strætisvagn, sem getur gert armbeygjur. Vagninn verður til sýnis á meðan ólympíuleikarnir fara fram í Lundúnum. Cerny útvegaði sér sex tonna strætó og hefur dundað sér síðustu vikur að breyta honum í listaverk. Það sem er óvenjulegt við þetta listaverk hans er að vanginn getur gert armbeygjur. Hann segir að hugmyndin hafi komið vegna þess að armbeygjur sé sú æfing sem allir íþróttamenn geta gert. Vagninn verður til sýnis fyrir utan ólympíuþorp tékkneska liðsins í Islington og vonast Cerny að vagninn gefi keppendum landsins innblástur til þess að vinna til verðlauna.

Lést eftir að hafa verið nauðgað af sex konum

Velauðugur kaupsýslumaður frá Nígeríu fannst látinn á heimili sínu í morgun eftir að hafa verið nauðgað af eiginkonum sínum. Hann átti sex eiginkonur og svo virðist vera sem afbrýðissemi á milli þeirra hafi verið ástæða dauða hans.

Tveggja ára á leið í sína fjórðu hjartaaðgerð

Þrátt fyrir að vera einungis tveggja og hálfs árs hefur Matthildur Haraldsdóttir gengist undir þrjár stórar hjartaaðgerðir og er útlit fyrir að sú fjórða verði gerð á næstu dögum. Vinir hafa tekið höndum saman og stefna á að halda styrktartónleika í tveimur löndum.

Tveir danskir spilarar fá 60 milljónir

Tveir Danir voru með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu í kvöld og fær þeir tæpar 60 milljónir króna í sinn hlut. Tveir Íslendingar voru með fjórar jókertölur í réttri röð og fá þeir 100 þúsund krónur á mann.

Konan komin um borð í björgunarsveitarbíl

Konan sem slasaðist á fæti á gönguleiðinni milli Reykjahlíðar og Kröflu er komin um borð í björgunarsveitarbíl sem mun flytja konuna á Heilsugæsluna á Mývatni. Konan er ekki alvarlega slösuð.

Fatlaðir þurfa að skera upp herör

Úrskurður Hæstaréttar á kröfu öryrkja er hrollvekjandi. Þetta segir formaður Örykjabandalagsins, en kröfu fatlaðra um ógildingu forsetakosninganna var vísað frá í dag. Lögmaður bandalagsins segir fatlaða þurfa að skera upp herör.

Intouchables að slá öll met - 35 þúsund hafa séð myndina

"Það er í raun ómögulegt að sjá hvar þetta endar en miðað við stöðuna í dag og ganginn í þessu, er sennilegt að hún fari yfir 50 þúsund manns og fari yfir 60 þúsund manns í aðsókn," segir Ísleifur B. Þórhallsson, oft kallaður Ísi hjá Græna Ljósinu, um velgengni frönsku myndarinnar Intouchables sem hefur slegið í gegn hjá landanum á síðustu vikum.

Sækja slasaða konu

Björgunarsveitin Stefán við Mývatn hefur verið kölluð út vegna slasaðrar konu á gönguleiðinni frá Reykjahlíð að Kröflu. Konan er slösuð á fæti, en veður á svæðinu er gott og er hún vel útbúin.

Allt verði gert til að þrýsta á um vopnahlé í Sýrlandi

Borgarastyrjöld í Sýrlandi bitnar helst á óbreyttum borgurum en nú þegar er talið að um tuttugu þúsund manns hafi fallið í átökum stríðandi fylkinga, segir í ályktun samstöðufundar með almenningi í Sýrlandi. Fundurinn lýsir yfir hryggð sinni vegna þess hörmungarástands sem nú ríkir í Sýrlandi og stuðningi sínum með almenningi í landinu.

Hundrað áhrifamestu konur landsins

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis og Agnes Sigurðardóttir, nýkjörinn biskup Íslands eru efstar á lista yfir 100 áhrifamestu konur landsins árið 2012. Tímaritið Frjáls Verslun birti listann í nýju tölublaði í síðustu viku.

Álfheiður mun líklega ekki sitja þegar Ólafur setur þing

Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri Grænna, býst ekki við því að hún sitji undir ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta, þegar hann setur Alþingi í haust. Þrátt fyrir það segist hún bera slíka virðingu fyrir forsetaembættinu sem slíku að hún muni sitja undir því þegar forsetinn verður settur í embætti 1. ágúst.

Dópaður innbrotsþjófur gripinn glóðvolgur

Brotist var inn í heimahús í austurborginni í morgun, en engu var stolið. Innbrotsþjófurinn sást hlaupa á brott frá vettvangi. Sá grunaði fannst nokkru seinna, en hann var undir áhrifum fíkniefna. Hann var handtekinn og fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem hann gistir nú í fangaklefa. Tekin verður skýrsla af viðkomandi þegar víman er runnin af honum.

Telja alvarlegt að Valitor hóti almenningi

Talsmenn Wikileaks og Datacell segja Valitor hóta almenningi með því að segja að ef það fari að niðurstöðu héraðsdóms um að því beri að opna fyrir greiðslugátt fyrir kreditkort til DataCell setji það þjónustu við viðskiptavini í hættu. Fyrirtækið eigi þá á hættu að vera útilokað frá viðskiptum við erlendar kortasamsteypur.

Leiðtogi Norður Kóreu genginn út

Ríkisfjölmiðlar í Norður Kóreu hafa fengið staðfest í fyrsta skipti að Kim Jong-un, hinn ungi leiðtogi landsins, hafi gift sig. Samkvæmt frásögnum miðlanna sást hann með konu sinni við opnun skemmtigarðs. Miklar vangaveltur hafa verið uppi að undanförnu um einkalíf Kims eftir að óþekkt kona sást á myndum með honum. Kim Jong-un tók við sem leiðtogi Norður Kóreu þegar faðir hans. Kim Jong-il, lést í desember á síðasta ári. Hér má sjá umfjöllun BBC um konuna í lífi Kims Jong-un

Strandveiðimenn óttast lágt fiskverð

Strandveiðimenn á Vesturlandi eru óánægðir með fyrirkomulag strandveiða fyrir verslunarmannahelgina og búast við að það skili sér í lágu fiskverði. Þeir vilja að veiðarnar byrji á öðrum degi.

Niðurstöður kosninganna sigur fyrir lýðræðisþróun

Niðurstöður forsetakosninganna eru sigur fyrir lýðræðisþróun á Íslandi frekar en persónulegur sigur minn, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í samtali við frönsku sjónvarpsstöðina France 24. Viðtalið var birt í dag. Í viðtalinu þverneitaði hann því að forsetaembættið á Íslandi væri einungis táknrænt. Það hefði verið skipað þannig frá upphafi að forsetinn ætti að vera mótvægi ef þjóðin væri óánægð með ákvarðanir sem þingið tæki.

Bæjarins Bezta torg opnar

Opnunarhátíð verður á torginu framan við pylsubar Bæjarins Bestu á föstudag. Hönnunarhópurinn Rúmmetri (M3) hefur unnið að breytingum á torginu og stendur fyrir hátíðinni í dag.

Umdeildar umferðareyjar teknar niður

Vegagerðin hefur ákveðið að taka niður umdeildar umferðareyjar í þéttbýlishliðum inn í þjóðgarðinn á Þingvöllum. Vegagerðin viðurkennir að hafa gert mistök og biðst afsökunar á þeim. Þéttbýlishliðin verða áfram en með annarri útfærslu. Umræddar umferðareyjar vöktu nokkra furðu eftir að myndir tóku að birtast á Netinu. Vegagerðin er staðráðin í því að vinna áfram af krafti að umferðaröryggismálum, jafnt í þjóðgarðinum á Þingvöllum sem annarsstaðar.

Hæstiréttur að búa til nýja meginreglu?

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður öryrkjanna þriggja sem kærðu forsetakosningarnar, er harður á því að Hæstiréttur sé í ákvörðun sinni að víkja frá fordæmi sem hann setti þegar hann ógilti stjórnlagaþingskosningarnar á sínum tíma.

Kröfum um ógildingu forsetakosninganna hafnað

Hæstiréttur hefur synjað kröfu þriggja öryrkja og Ástþórs Magnússonar um ógildingu forsetakosninganna. Þetta kemur fram í tveimur ákvörðunum Hæstaréttar sem fjölmiðlar fengu sendar fyrir stundu.

Sjá næstu 50 fréttir