Erlent

Obama talsvert sigurstranglegri

Barack Obama
Barack Obama
Um 65% líkur eru á sigri Baracks Obama forseta í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, að því er kemur fram á vef tölfræðisérfræðingsins Nates Silver. Þó munurinn á fylgi Obama og Mitts Romney, frambjóðanda repúblikana, sé aðeins rúm tvö prósent á landsvísu ber nokkuð þeirra á milli sé tekið tillit til fylgis í einstökum ríkjum.

Silver segir að Obama fengi nú 294 kjörmenn gegn 244 hjá Romney, en 270 þarf til sigurs í kjörinu, og sé með forskot í flestum lykilríkjum sem gætu riðið baggamuninn í kosningunum.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×