Innlent

Intouchables að slá öll met - 35 þúsund hafa séð myndina

„Það er í raun ómögulegt að sjá hvar þetta endar en miðað við stöðuna í dag og ganginn í þessu, er sennilegt að hún fari yfir 50 þúsund manns og fari yfir 60 þúsund manns í aðsókn," segir Ísleifur B. Þórhallsson, oft kallaður Ísi hjá Græna Ljósinu, um velgengni frönsku myndarinnar Intouchables sem hefur slegið í gegn hjá landanum á síðustu vikum.

Ísleifur var í viðtali í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að 35 þúsund manns hafi séð myndina. „Síðasta helgi er stærsta helgin hingað til, og það var sjötta sýningarhelgin. Og dagurinn í gær var sá stærsti en þá komu 1800 manns að sjá hana. Myndin er að nálgast 35 þúsund manns í heildina og eftir helgina ætli hún verði þá ekki komin vel yfir 40 þúsund manns."



Ísi hjá Græna ljósinu
Myndin er búin að slá út síðustu tvær myndirnar eftir Stieg Larson og á næstu dögum er gert ráð fyrir að hún muni slá út fyrstu myndina. „Eftir helgina er hún að fara slá út Klovn myndina. Ef hún fer í 50 eða 60 þúsund erum við komin í tölur sem sjá bara sjá Harry Potter og James Bond."

„Þetta er afskaplega langþráð að þetta gerist. Græna ljósið hefur stundað það síðustu ár að gefa út öðruvísi myndir, myndir sem eru ekki á ensku. Maður er vanur því að gefa út góðar myndir en að þær fái litla aðsókn ef þær eru ekki frá Hollywood eða Bandaríkjunum. Að þessi myndi skuli vera ná svona svakalega í gegn og brjóta öll lögmál varðandi aðsókn, og slá öll met sem hægt er að slá, er ótrúlega ánægjulegt," segir Ísleifur.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Ísleif hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×