Erlent

Rekin heim eftir rasista-komment á Twitter

Paraskevi Papachristou keppandi Grikklands í þrístökki á ólympíuleikunum í Lundúnum hefur verið rekin úr liði sínu eftir að hún skrifaði móðgandi athugasemd um afríska innflytjendur í Grikklandi á samskiptasíðuna Twitter í dag.
Paraskevi Papachristou keppandi Grikklands í þrístökki á ólympíuleikunum í Lundúnum hefur verið rekin úr liði sínu eftir að hún skrifaði móðgandi athugasemd um afríska innflytjendur í Grikklandi á samskiptasíðuna Twitter í dag. mynd/afp
Paraskevi Papachristou keppandi Grikklands í þrístökki á ólympíuleikunum í Lundúnum hefur verið rekin úr liði sínu eftir að hún skrifaði móðgandi athugasemd um afríska innflytjendur í Grikklandi á samskiptasíðuna Twitter í dag.

„Með svona marga Afríkubúa í Grikklandi munu moskítuflugurnar frá Vestur-Nile allavega borða heimatilbúinn mat," skrifaði Paraskevi á Twitter í dag.

Þetta fór fyrir brjóstið á forsvarsmönnum gríska liðsins og verður hún send heim á föstudag. „Hún gerði mistök en þau voru mjög alvarleg. Þetta er ófyrirgefanlegt," segir talsmaður liðsins.

Paraskevi baðst afsökunar á öðrum samskiptamiðli eftir að ljóst var að hún yrði send heim. „Ég biðst innilegrar afsökunar á þessum smekklausa brandara sem ég birti á Twitter-síðu minni. Ég er miður mín og skammast mín vegna þessa. Ég ætlaði aldrei að móðga neinn,“ skrifaði hún á Facebook síðu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×