Tyrkir loka landamærum Sýrlands 26. júlí 2012 05:30 Hópur uppreisnarmanna sestur að snæðingi eftir sólarlag í föstumánuðinum ramadan, sem er nýhafinn. nordicphotos/AFP Tyrkir hafa lokað landamærum Sýrlands, sem eru rúmlega 900 kílómetra löng. Flutningabifreiðar fá ekki að fara í gegn, en viðskipti um landamærin hafa numið nærri þremur milljörðum dala á ári, eða um 375 milljörðum króna. Flóttafólki frá Sýrlandi verður þó áfram hleypt yfir landamærin til Tyrklands, en þar eru nú fyrir tugir þúsunda sýrlenskra flóttamanna. Einnig leyfa Tyrkir Sýrlendingum að ná sér í nauðsynjar yfir landamærin. Að sögn frönsku fréttastofunnar AFP hafa 27 yfirmenn úr sýrlenska hernum flúið yfir landamærin til Tyrklands, og bættust tveir í hópinn í gær. Tyrkir voru traustir bandamenn Sýrlands þangað til uppreisnin gegn Bashar al-Assad forseta hófst snemma á síðasta ári. Tyrkir hafa frá byrjun harðlega gagnrýnt harkaleg viðbrögð Assads forseta og stjórnar hans gagnvart uppreisnarmönnum og mótmælendum, sem kostað hafa nærri 20 þúsund manns lífið. Á síðustu vikum hafa uppreisnarmenn náð valdi á æ fleiri stöðum við landamærin, þar sem þeir hafa komið sér upp bækistöðvum. Þessu hafa fylgt harðir bardagar uppreisnarmanna og Sýrlandshers við landamærin, en undanfarna daga hafa átökin færst meira yfir til Damaskus og Aleppo, tveggja stærstu borga Sýrlands. Sýrlandsher virðist hafa náð að miklu leyti að bæla niður uppreisnina í Damaskus og beinir nú meginafli sínu gegn uppreisnarmönnum í Aleppo og hefur Sýrlandsher ítrekað gert loftárásir á borgina síðan á þriðjudag. „Fólk hefur áhyggjur af því að verða fyrir sprengjum og er að flýja borgina,“ segir Mohammed Saeed, einn uppreisnarmanna í viðtali við fréttastofuna AP. Í Damaskus ræddu hins vegar Babacar Gaye og Herve Ladsous, yfirmenn friðargæslustarfs Sameinuðu þjóðanna, við blaðamenn og reyndu að halda í bjartsýni. „Ég tel að stjórnarerindrekar verði að vera bjartsýnir og það er ekkert grín,“ sagði Ladsous. „Við verðum að halda í vonina um að ferlið allt komist á skrið, að vítahring ofbeldis linni og að einhverjar pólitískar lausnir finnist, einkum þó að einhver pólitísk samræða geti hafist.“ gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Tyrkir hafa lokað landamærum Sýrlands, sem eru rúmlega 900 kílómetra löng. Flutningabifreiðar fá ekki að fara í gegn, en viðskipti um landamærin hafa numið nærri þremur milljörðum dala á ári, eða um 375 milljörðum króna. Flóttafólki frá Sýrlandi verður þó áfram hleypt yfir landamærin til Tyrklands, en þar eru nú fyrir tugir þúsunda sýrlenskra flóttamanna. Einnig leyfa Tyrkir Sýrlendingum að ná sér í nauðsynjar yfir landamærin. Að sögn frönsku fréttastofunnar AFP hafa 27 yfirmenn úr sýrlenska hernum flúið yfir landamærin til Tyrklands, og bættust tveir í hópinn í gær. Tyrkir voru traustir bandamenn Sýrlands þangað til uppreisnin gegn Bashar al-Assad forseta hófst snemma á síðasta ári. Tyrkir hafa frá byrjun harðlega gagnrýnt harkaleg viðbrögð Assads forseta og stjórnar hans gagnvart uppreisnarmönnum og mótmælendum, sem kostað hafa nærri 20 þúsund manns lífið. Á síðustu vikum hafa uppreisnarmenn náð valdi á æ fleiri stöðum við landamærin, þar sem þeir hafa komið sér upp bækistöðvum. Þessu hafa fylgt harðir bardagar uppreisnarmanna og Sýrlandshers við landamærin, en undanfarna daga hafa átökin færst meira yfir til Damaskus og Aleppo, tveggja stærstu borga Sýrlands. Sýrlandsher virðist hafa náð að miklu leyti að bæla niður uppreisnina í Damaskus og beinir nú meginafli sínu gegn uppreisnarmönnum í Aleppo og hefur Sýrlandsher ítrekað gert loftárásir á borgina síðan á þriðjudag. „Fólk hefur áhyggjur af því að verða fyrir sprengjum og er að flýja borgina,“ segir Mohammed Saeed, einn uppreisnarmanna í viðtali við fréttastofuna AP. Í Damaskus ræddu hins vegar Babacar Gaye og Herve Ladsous, yfirmenn friðargæslustarfs Sameinuðu þjóðanna, við blaðamenn og reyndu að halda í bjartsýni. „Ég tel að stjórnarerindrekar verði að vera bjartsýnir og það er ekkert grín,“ sagði Ladsous. „Við verðum að halda í vonina um að ferlið allt komist á skrið, að vítahring ofbeldis linni og að einhverjar pólitískar lausnir finnist, einkum þó að einhver pólitísk samræða geti hafist.“ gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira