Erlent

Leiðtogi Norður Kóreu genginn út

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kim Jong-un er kominn með konu.
Kim Jong-un er kominn með konu. mynd/ afp.
Ríkisfjölmiðlar í Norður Kóreu hafa fengið staðfest í fyrsta skipti að Kim Jong-un, hinn ungi leiðtogi landsins, hafi gift sig. Samkvæmt frásögnum miðlanna sást hann með konu sinni við opnun skemmtigarðs. Miklar vangaveltur hafa verið uppi að undanförnu um einkalíf Kims eftir að óþekkt kona sást á myndum með honum. Kim Jong-un tók við sem leiðtogi Norður Kóreu þegar faðir hans. Kim Jong-il, lést í desember á síðasta ári.

Hér má sjá umfjöllun BBC um konuna í lífi Kims Jong-un




Fleiri fréttir

Sjá meira


×