Erlent

Strætisvagn sem gerir armbeygjur

Tékkneski listamaðurinn David Cerny hefur útbúið tveggja hæða strætisvagn, sem getur gert armbeygjur. Vagninn verður til sýnis á meðan ólympíuleikarnir fara fram í Lundúnum.

Cerny útvegaði sér sex tonna strætó og hefur dundað sér síðustu vikur að breyta honum í listaverk. Það sem er óvenjulegt við þetta listaverk hans er að vanginn getur gert armbeygjur.

Hann segir að hugmyndin hafi komið vegna þess að armbeygjur sé sú æfing sem allir íþróttamenn geta gert. Vagninn verður til sýnis fyrir utan ólympíuþorp tékkneska liðsins í Islington og vonast Cerny að vagninn gefi keppendum landsins innblástur til þess að vinna til verðlauna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×