Erlent

Fundu brjóstahaldara frá 15. öld

Fornleifafundur í Austurríki sýnir að brjóstahaldarar voru til á 15. öld og eru því mun eldri en áður var talið.

Fjórir brjóstahaldarar fundust við uppgröft í rústum Lengberg kastalans í Týról og svipar þeim til nútímabrjóstahaldara með tveimur skálum og áföstum blúndum.

Brjóstahaldar þessir voru meðal tæplega 3.000 klæða sem fundist hafa við uppgröftinn sem staðið hefur yfir síðan árið 2008.

Hingað til hefur verið talið að brjóstahaldarar hafi fyrst verið hannaðir og saumaðir á 19. öld




Fleiri fréttir

Sjá meira


×