Innlent

Hæstiréttur að búa til nýja meginreglu?

BBI skrifar
Ragnar Aðalsteinsson.
Ragnar Aðalsteinsson.
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður öryrkjanna þriggja sem kærðu forsetakosningarnar, er harður á því að Hæstiréttur sé í ákvörðun sinni að víkja frá fordæmi sem hann setti þegar hann ógilti stjórnlagaþingskosningarnar á sínum tíma.

Í ákvörðun dagsins er vísað í 3. mgr. 120. gr. laga um kosningar til Alþingis um að ekki beri að ógilda kosningar nema ágallar hafi haft efnisleg áhrif á niðurstöðu kosninganna. Lagagreinin er sögð gilda um forsetakosningarnar þó að ekki sé vísað til hennar í lögum um forsetakjör. Ástæðan er sögð sú að í báðum tilvikum er um að ræða almennar kosningar á landinu öllu.

„Í ákvörðuninni þar sem kosningar til stjórnlagaþings voru ógiltar var ekkert minnst á þessa grein," segir Ragnar Aðalsteinsson þó reglan úr lögum um alþingiskosningar ætti einnig að gilda um þær með sömu rökum.

Ekki eru neinar frekari skýringar á þessu misræmi í ákvörðuninni frá því í dag.

„Bæði í lögum um forsetakosningar og lögunum sem sett voru um kosningar til stjórnlagaþings var vísað til laga um kosningar til alþingis og sagt að þau giltu eftir því sem við á," segir Ragnar. Hann er sannfærður um að Hæstiréttur hafi verið að skapa nýja meginreglu í dag.

„Þannig að þetta eru svolítið misvísandi skilaboð úr efstu stöð," segir hann.


Tengdar fréttir

Kröfum um ógildingu forsetakosninganna hafnað

Hæstiréttur hefur synjað kröfu þriggja öryrkja og Ástþórs Magnússonar um ógildingu forsetakosninganna. Þetta kemur fram í tveimur ákvörðunum Hæstaréttar sem fjölmiðlar fengu sendar fyrir stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×