Innlent

Lentu í sjálfheldu í Ingólfsfjalli

Karl og kona lentu í gærkvöldi í sjálfheldu í svonefndu Silfurbergi í suðvesturhorni Ingólfsfjalls, gengt Kögunarhóli.

Þau hringdu eftir aðstoð og fóru 15 björgunarsveitarmenn á vettvang, þar sem aðstæður voru erfiðar. Þeir urðu að síga niðru að fólkinu og aðstoða það svo niður. Veður var gott, sem auðveldaði aðgerðina




Fleiri fréttir

Sjá meira


×