Orð Baracks Obama vekja sterk viðbrögð 11. maí 2012 05:30 Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur, fyrstur Bandaríkjaforseta, lýst yfir stuðningi við hjónabönd samkynhneigðra. nordicphotos/AFP Trúhneigðir íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa brugðist illa við yfirlýsingu Baracks Obama forseta, sem á miðvikudagskvöld sagðist fylgjandi hjónaböndum samkynhneigðra. Þeir standa þétt að baki Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, sem hefur verið andvígur hjónaböndum samkynhneigðra og ítrekaði andstöðu sína í gær. Samkynhneigðir og stuðningsmenn þeirra ráða sér hins vegar ekki fyrir gleði og segja Obama hafa tryggt sér atkvæði þeirra allra í forsetakosningunum í nóvember. Sjálfur segist Obama gera sér grein fyrir því, að ómögulegt sé að vita hvaða áhrif þetta hafi á niðurstöður þeirra kosninga. „Það væri erfitt að færa rök fyrir því að þetta myndi ég gera til að ná pólitískum ávinningi, því satt að segja er ekki ljóst hvernig stjórnmálin munu bregðast við,“ sagði hann. Víða um heim mæta samkynhneigðir þó enn harðri mótstöðu, andúð og ofbeldi. Kínversk stjórnvöld litu til dæmis á samkynhneigð sem geðsjúkdóm allt til ársins 2001, og enn er farið með samkynhneigð þar í landi „eins og hún sé ekki til“, segir Xiong Jing, baráttukona fyrir réttindum samkynhneigðra. Hún segir að þar í landi sé bæði óraunhæft og ómögulegt að ná því fram að stjórnvöld viðurkenni hjónabönd samkynhneigðra. Í Taílandi er ástandið ekki mikið skárra, þótt ferðamenn fái þá mynd af landinu að þar sé samkynhneigðum sýnt umburðarlyndi. „Ég var að missa vonina í baráttunni fyrir lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra í Taílandi,“ segir Natee Teerarojjanapongs, sem barist hefur fyrir réttindum samkynhneigðra þar í landi, „en nú ýtir stuðningur Baracks Obama við mér og hvetur mig til að halda áfram.“ Yfirlýsing Obama hefur einnig skilað þeim árangri, að John Key forsætisráðherra rauf langvarandi þögn sína og sagði að stjórnin muni „við tækifæri“ skoða hvort hjónabönd samkynhneigðra verði leyfð. Í Ástralíu situr Julia Gillard forsætisráðherra hins vegar föst við sinn keip og segist eftir sem áður andvíg hjónaböndum samkynhneigðra.gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Sjá meira
Trúhneigðir íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa brugðist illa við yfirlýsingu Baracks Obama forseta, sem á miðvikudagskvöld sagðist fylgjandi hjónaböndum samkynhneigðra. Þeir standa þétt að baki Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, sem hefur verið andvígur hjónaböndum samkynhneigðra og ítrekaði andstöðu sína í gær. Samkynhneigðir og stuðningsmenn þeirra ráða sér hins vegar ekki fyrir gleði og segja Obama hafa tryggt sér atkvæði þeirra allra í forsetakosningunum í nóvember. Sjálfur segist Obama gera sér grein fyrir því, að ómögulegt sé að vita hvaða áhrif þetta hafi á niðurstöður þeirra kosninga. „Það væri erfitt að færa rök fyrir því að þetta myndi ég gera til að ná pólitískum ávinningi, því satt að segja er ekki ljóst hvernig stjórnmálin munu bregðast við,“ sagði hann. Víða um heim mæta samkynhneigðir þó enn harðri mótstöðu, andúð og ofbeldi. Kínversk stjórnvöld litu til dæmis á samkynhneigð sem geðsjúkdóm allt til ársins 2001, og enn er farið með samkynhneigð þar í landi „eins og hún sé ekki til“, segir Xiong Jing, baráttukona fyrir réttindum samkynhneigðra. Hún segir að þar í landi sé bæði óraunhæft og ómögulegt að ná því fram að stjórnvöld viðurkenni hjónabönd samkynhneigðra. Í Taílandi er ástandið ekki mikið skárra, þótt ferðamenn fái þá mynd af landinu að þar sé samkynhneigðum sýnt umburðarlyndi. „Ég var að missa vonina í baráttunni fyrir lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra í Taílandi,“ segir Natee Teerarojjanapongs, sem barist hefur fyrir réttindum samkynhneigðra þar í landi, „en nú ýtir stuðningur Baracks Obama við mér og hvetur mig til að halda áfram.“ Yfirlýsing Obama hefur einnig skilað þeim árangri, að John Key forsætisráðherra rauf langvarandi þögn sína og sagði að stjórnin muni „við tækifæri“ skoða hvort hjónabönd samkynhneigðra verði leyfð. Í Ástralíu situr Julia Gillard forsætisráðherra hins vegar föst við sinn keip og segist eftir sem áður andvíg hjónaböndum samkynhneigðra.gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Sjá meira