Erlent

Sérkennilegur fæðingarblettur kom fjölskyldu til bjargar

Eins og sjá má er fæðingarbletturinn ansi líkur landsvæði Afganistan.
Eins og sjá má er fæðingarbletturinn ansi líkur landsvæði Afganistan. mynd/Telegraph
Eftir að hafa betlað árum saman á götum Lashgar Gah í Afganistan hefur hinn níu ára gamli Gran nú fengið nokkur hundruð þúsund krónur í gjöf frá velunnurum. Ástæðuna fyrir þessu má rekja til heldur sérstaks fæðingarbletts á síðu piltsins.

Fjölskylda Grans er afar fátæk. Hingað til hefur hún ekki getað fjármagnað nám piltsins og hefur hann þurft að betla á götum úti.

Það var síðan í síðustu viku sem verslunarmenn í Lashgar Gah tóku eftir sérkennilegum fæðingarblett á síðu Grans. Þeir skipuðu honum að skola af sér skítinn og í ljós kom fæðingarblettur sem var keimlíkur landsvæði Afganistan.

Síðan upp komst um fæðingarblettinn hafa þjóðhollir kaupsýslumenn ausið peningum í fjölskylduna — hún hefur einnig fengið landskika að gjöf svo að þau geti loks reist sér hús.

Þá hefur Gran einnig fengið námsstyrk frá bæjaryfirvöldum í Lashgar Ga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×