Innlent

Björk mætir á Hróarskeldu eftir allt saman

Björk Guðmundsdóttir ætlar að syngja á Hróarskelduhátíðnni en í gær var greint frá því að hún þyrfti að aflýsa fjölda tónleika í sumar vegna þess að hnúður sé á raddböndum hennar.

Í yfirlýsingu á Facebook síðu sinni segir Björk hinsvegar að þrátt fyrir að þurfa að aflýsa tónleikum á Spáni, í Ungverjalandi og í Rússlandi, stefni hún að því að verða komin á fulla ferð um miðjan júní. Hróarskelduhátíðin verður haldin í byrjun júlí sem þýðir að Björk mætir þangað tvíefld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×