Innlent

Heiðar Már stefnir Seðlabankanum - mál gegn Heiðari fellt niður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir stefnir Seðlabanka Íslands.
Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir stefnir Seðlabanka Íslands.
Bæði ríkissaksóknari og sérstakur saksóknari hafa fellt niður rannsókn máls á hendur fyrirtæki í eigu Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis, sem hafin var af Seðlabanka Íslands. Rannsóknin snerist að skuldabréfaviðskiptum fyrirtækis Heiðars Más. Hann fullyrðir að rannsóknin hafi orðið til þess að hann var útilokaður frá viðskiptum með hlutafé í vátryggingafélaginu Sjóvá Almennum tryggingum hf.

„Þar með er komin tvöföld staðfesting á tilefnislausri rannsókn Seðlabankans gegn fyrirtæki mínu sem kom í veg fyrir að ég fengi að leiða hóp fjárfesta til þess að kaupa Sjóvá," segir í yfirlýsingu frá Heiðari Má.

Lögmenn Heiðars Más undirbúa nú málsókn gegn Seðlabankanum vegna málarekstursins gegn sér en Heiðar fagnar niðurstöðum sérstaks saksóknara og ríkissaksóknara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×