Innlent

Karlmenn verði 10% leikskólastarfsmanna árið 2050

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Börn á leikskólanum Hofi við Gullteig.
Börn á leikskólanum Hofi við Gullteig. mynd/ vilhelm.
Stefna á að því að karlmenn verði 10% starfsmanna á leikskólum árið 2050, samkvæmt tillögum um aðgerðir til að efla leikskólastigið. Tillögurnar voru unnar af starfshóp á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Markmiðum er skipt niður í langtíma- og skammtímamarkmið.

Í tillögunum segir að framtíðarsýnin sé að ná fullu jafnvægi milli kynja en mælanlegt langtímamarkmið verði að karlmenn verði 10% starfsfólks árið 2050. Skammtímamarkmiðin eru aftur á mót þau að umsóknum karlmanna fjölgi í 6 - 8 umsóknir á ári fyrir 2020 og útskrifuðum körlum fjölgi í 6 - 8 á ári fyrir árið 2025.

Í skýrslunni er bent á að samkvæmt upplýsingum frá kennaramenntunarstofnunum hafi dregið úr aðsókn í leikskólakennaranám síðustu ár. Þessu verði að snúa við enda hafi fjöldi erlendra rannsókna sýnt að leikskólar með vel menntuðu starfsfólki geti skipt sköpum fyrir námsframvindu allra barna og geta dregið úr mismunun vegna kyns, uppruna, menntunarstig foreldra og annarra þátta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×