Innlent

Lögðu fram nýja lögbannskröfu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hagsmunasamtök heimilanna og talsmaður neytenda lögðu í gær fram nýja lögbannskröfu hjá sýslumanninum í Reykjavík, þar sem farið er fram á að stöðvuð verði öll innheimta greiðsluseðla áður gengistryggðra lána. Sýslumaður hafnaði lögbannskröfu þessa efnis þann 27. apríl síðastliðinn á þeim forsendum að hún væri ekki nægilega skýrt afmörkuð.

Hagsmunasamtökin og talsmaður neytenda vildu ekki una þeim úrskurði og í kröfunni sem lögð var fram í gær er nánari skýring á því við hvaða gengistryggðu lán er átt, auk þess sem skýrðar eru þær ótvíræðu afleiðingar sem innheimta greiðsluseðla ólögmætra gengistryggðra lána hefur fyrir neytendur. Úrskurðar sýslumanns er að vænta fyrir lok vikunnar eða í byrjun þeirrar næstu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×