Innlent

Björk sögð aflýsa tónleikum í sumar - líka Hróarskeldu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Söngkonan Björk hefur aflýst öllum tónleikum sínum fram eftir sumri, en til stóð að hún kæmi meðal annars fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku og stórum hátíðum á Spáni og í Portúgal.

Þetta er fullyrt á vefsíðunni efestivals.co.uk en ekkert hefur heyrst frá söngkonunni sjálfri, hvorki á Twitter-síðu hennar né á Facebook. Björk neyddist til að aflýsa tónleikum í síðasta mánuði í Argentínu og í Brasilíu þegar læknar fundu hnúð á raddböndum hennar. Henni var því ráðlagt að hvíla þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×