Innlent

Verða glæsileg í Aserbaídsjan

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gréta Salóme og Jónsi kynntu fatnaðinn í dag.
Gréta Salóme og Jónsi kynntu fatnaðinn í dag. mynd/ valli.
Þau Gréta Salóme og Jónsi verða glæsileg á sviðinu í Aserbaídsjan eftir rúmar tvær vikur en þau opinberuðu í dag fatnaðinn sem þau ætla að klæðast. Eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag eiga þær Rebekka Ingimundardóttir og Elma Bjarney Guðmundsdóttir heiðurinn að klæðaburði íslenska hópsins í ár. Vinir Sjonna, sem kepptu í Eurovision í fyrra, tóku lagið þegar fatnaðurinn var kynntur í dag. Þetta var síðasti viðburðurinn sem þau Greta Salóme og Jónsi tóku þátt í en þau halda af stað til Aserbaídsjan á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×