Gera athugasemdir við að Geysissvæðið fari í verndarflokk Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2012 12:15 Frá Geysissvæðinu í Haukadal. Mynd/Vilhelm Eigendur Geysis í Haukadal gera verulegar athugasemdir við að Geysissvæðið skuli sett í verndarflokk í rammaáætlun án samráðs við landeigendur og segja það skýlaust brot á stjórnsýslulögum. Þeir segjast geta haft tugi milljóna í árlegar tekjur með því að leigja orkuauðlindina. Þetta kemur fram í athugasemdum sem Hjörleifur Kvaran hæstaréttarlögmaður hefur sent atvinnuveganefnd Alþingis fyrir hönd meirihlutaeigenda hverasvæðisins í Haukadal, sem almennt er nefnt Geysissvæðið. Þar er staðhæft að öll málsmeðferðin, - að setja eignarréttindi eigenda fimm jarða í Haukadal í verndarflokk, án þess að þeim hafi gefist kostur á að tjá sig um efni málsins, og að athugasemdir hafi ekki verið virtar viðlits, - sé skýlaust brot á stjórnsýslulögum. Bent er á að svæðið í kringum hverinn Geysi hafi verið girt af og séu um 20 hektarar innan girðingarinnar. Háhitasvæðið sé hins vegar talið um fimm ferkílómetrar. Enga skilgreiningu sé að finna í tillögunni um afmörkun þess svæðis sem fara eigi í verndarflokk. Lögin verði ekki skilin á annan hátt en þann að þau svæði sem lendi í verndarflokki verði friðlýst innan fjögurra ára frá samþykkt þingsályktunartillögunnar. Það hafi í för með sér eignarnám og á það geti meirihlutaeigendur Geysissvæðisins ekki fallist. Þeir muni verjast slíkum aðgerðum. Rökstuðningur verkefnisstjórnar sé alls ófullnægjandi. Eigendur benda á að Geysissvæðið sé háhitasvæði og hafi afl þess verið áætlað allt að 45 megavött. Leiga slíkrar auðlindar gæti gefið landeigendum tugi milljóna króna árlega í aðra hönd. Landeigendur segjast nýta þessa auðlind á vistvænan hátt og hún hafi verið virkjuð að litlu leyti, til upphitunar húsa í næsta nágrenni og upphitunar sundlaugar, og þannig spari landeigendur sér milljónir á ári. Ennfremur hafi eigendur óbeinar tekjur með sölu varnings til ferðamanna, en fjöldi þeirra nemi hundruð þúsunda á ári. Þessi réttindi segjast landeigendur munu standa vörð um og telja að nýting orkunnar utan girðingar og varðveisla náttúruminja geti vel farið saman. Stjórnvöld kunni að geta náð fram markmiðum sínum með vægari aðgerðum og til greina kæmi að stjórnvöld keyptu eða leigðu orkuauðlindina í því skyni að nýta hana ekki. Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Eigendur Geysis í Haukadal gera verulegar athugasemdir við að Geysissvæðið skuli sett í verndarflokk í rammaáætlun án samráðs við landeigendur og segja það skýlaust brot á stjórnsýslulögum. Þeir segjast geta haft tugi milljóna í árlegar tekjur með því að leigja orkuauðlindina. Þetta kemur fram í athugasemdum sem Hjörleifur Kvaran hæstaréttarlögmaður hefur sent atvinnuveganefnd Alþingis fyrir hönd meirihlutaeigenda hverasvæðisins í Haukadal, sem almennt er nefnt Geysissvæðið. Þar er staðhæft að öll málsmeðferðin, - að setja eignarréttindi eigenda fimm jarða í Haukadal í verndarflokk, án þess að þeim hafi gefist kostur á að tjá sig um efni málsins, og að athugasemdir hafi ekki verið virtar viðlits, - sé skýlaust brot á stjórnsýslulögum. Bent er á að svæðið í kringum hverinn Geysi hafi verið girt af og séu um 20 hektarar innan girðingarinnar. Háhitasvæðið sé hins vegar talið um fimm ferkílómetrar. Enga skilgreiningu sé að finna í tillögunni um afmörkun þess svæðis sem fara eigi í verndarflokk. Lögin verði ekki skilin á annan hátt en þann að þau svæði sem lendi í verndarflokki verði friðlýst innan fjögurra ára frá samþykkt þingsályktunartillögunnar. Það hafi í för með sér eignarnám og á það geti meirihlutaeigendur Geysissvæðisins ekki fallist. Þeir muni verjast slíkum aðgerðum. Rökstuðningur verkefnisstjórnar sé alls ófullnægjandi. Eigendur benda á að Geysissvæðið sé háhitasvæði og hafi afl þess verið áætlað allt að 45 megavött. Leiga slíkrar auðlindar gæti gefið landeigendum tugi milljóna króna árlega í aðra hönd. Landeigendur segjast nýta þessa auðlind á vistvænan hátt og hún hafi verið virkjuð að litlu leyti, til upphitunar húsa í næsta nágrenni og upphitunar sundlaugar, og þannig spari landeigendur sér milljónir á ári. Ennfremur hafi eigendur óbeinar tekjur með sölu varnings til ferðamanna, en fjöldi þeirra nemi hundruð þúsunda á ári. Þessi réttindi segjast landeigendur munu standa vörð um og telja að nýting orkunnar utan girðingar og varðveisla náttúruminja geti vel farið saman. Stjórnvöld kunni að geta náð fram markmiðum sínum með vægari aðgerðum og til greina kæmi að stjórnvöld keyptu eða leigðu orkuauðlindina í því skyni að nýta hana ekki.
Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira