Gera athugasemdir við að Geysissvæðið fari í verndarflokk Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2012 12:15 Frá Geysissvæðinu í Haukadal. Mynd/Vilhelm Eigendur Geysis í Haukadal gera verulegar athugasemdir við að Geysissvæðið skuli sett í verndarflokk í rammaáætlun án samráðs við landeigendur og segja það skýlaust brot á stjórnsýslulögum. Þeir segjast geta haft tugi milljóna í árlegar tekjur með því að leigja orkuauðlindina. Þetta kemur fram í athugasemdum sem Hjörleifur Kvaran hæstaréttarlögmaður hefur sent atvinnuveganefnd Alþingis fyrir hönd meirihlutaeigenda hverasvæðisins í Haukadal, sem almennt er nefnt Geysissvæðið. Þar er staðhæft að öll málsmeðferðin, - að setja eignarréttindi eigenda fimm jarða í Haukadal í verndarflokk, án þess að þeim hafi gefist kostur á að tjá sig um efni málsins, og að athugasemdir hafi ekki verið virtar viðlits, - sé skýlaust brot á stjórnsýslulögum. Bent er á að svæðið í kringum hverinn Geysi hafi verið girt af og séu um 20 hektarar innan girðingarinnar. Háhitasvæðið sé hins vegar talið um fimm ferkílómetrar. Enga skilgreiningu sé að finna í tillögunni um afmörkun þess svæðis sem fara eigi í verndarflokk. Lögin verði ekki skilin á annan hátt en þann að þau svæði sem lendi í verndarflokki verði friðlýst innan fjögurra ára frá samþykkt þingsályktunartillögunnar. Það hafi í för með sér eignarnám og á það geti meirihlutaeigendur Geysissvæðisins ekki fallist. Þeir muni verjast slíkum aðgerðum. Rökstuðningur verkefnisstjórnar sé alls ófullnægjandi. Eigendur benda á að Geysissvæðið sé háhitasvæði og hafi afl þess verið áætlað allt að 45 megavött. Leiga slíkrar auðlindar gæti gefið landeigendum tugi milljóna króna árlega í aðra hönd. Landeigendur segjast nýta þessa auðlind á vistvænan hátt og hún hafi verið virkjuð að litlu leyti, til upphitunar húsa í næsta nágrenni og upphitunar sundlaugar, og þannig spari landeigendur sér milljónir á ári. Ennfremur hafi eigendur óbeinar tekjur með sölu varnings til ferðamanna, en fjöldi þeirra nemi hundruð þúsunda á ári. Þessi réttindi segjast landeigendur munu standa vörð um og telja að nýting orkunnar utan girðingar og varðveisla náttúruminja geti vel farið saman. Stjórnvöld kunni að geta náð fram markmiðum sínum með vægari aðgerðum og til greina kæmi að stjórnvöld keyptu eða leigðu orkuauðlindina í því skyni að nýta hana ekki. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Eigendur Geysis í Haukadal gera verulegar athugasemdir við að Geysissvæðið skuli sett í verndarflokk í rammaáætlun án samráðs við landeigendur og segja það skýlaust brot á stjórnsýslulögum. Þeir segjast geta haft tugi milljóna í árlegar tekjur með því að leigja orkuauðlindina. Þetta kemur fram í athugasemdum sem Hjörleifur Kvaran hæstaréttarlögmaður hefur sent atvinnuveganefnd Alþingis fyrir hönd meirihlutaeigenda hverasvæðisins í Haukadal, sem almennt er nefnt Geysissvæðið. Þar er staðhæft að öll málsmeðferðin, - að setja eignarréttindi eigenda fimm jarða í Haukadal í verndarflokk, án þess að þeim hafi gefist kostur á að tjá sig um efni málsins, og að athugasemdir hafi ekki verið virtar viðlits, - sé skýlaust brot á stjórnsýslulögum. Bent er á að svæðið í kringum hverinn Geysi hafi verið girt af og séu um 20 hektarar innan girðingarinnar. Háhitasvæðið sé hins vegar talið um fimm ferkílómetrar. Enga skilgreiningu sé að finna í tillögunni um afmörkun þess svæðis sem fara eigi í verndarflokk. Lögin verði ekki skilin á annan hátt en þann að þau svæði sem lendi í verndarflokki verði friðlýst innan fjögurra ára frá samþykkt þingsályktunartillögunnar. Það hafi í för með sér eignarnám og á það geti meirihlutaeigendur Geysissvæðisins ekki fallist. Þeir muni verjast slíkum aðgerðum. Rökstuðningur verkefnisstjórnar sé alls ófullnægjandi. Eigendur benda á að Geysissvæðið sé háhitasvæði og hafi afl þess verið áætlað allt að 45 megavött. Leiga slíkrar auðlindar gæti gefið landeigendum tugi milljóna króna árlega í aðra hönd. Landeigendur segjast nýta þessa auðlind á vistvænan hátt og hún hafi verið virkjuð að litlu leyti, til upphitunar húsa í næsta nágrenni og upphitunar sundlaugar, og þannig spari landeigendur sér milljónir á ári. Ennfremur hafi eigendur óbeinar tekjur með sölu varnings til ferðamanna, en fjöldi þeirra nemi hundruð þúsunda á ári. Þessi réttindi segjast landeigendur munu standa vörð um og telja að nýting orkunnar utan girðingar og varðveisla náttúruminja geti vel farið saman. Stjórnvöld kunni að geta náð fram markmiðum sínum með vægari aðgerðum og til greina kæmi að stjórnvöld keyptu eða leigðu orkuauðlindina í því skyni að nýta hana ekki.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira