Innlent

Risafugl á flugi yfir Reykjanesbæ

Gissur Sigurðsson skrifar
Mynd/Ingvar Vilhjálmsson

Mjög sérstætt skýjafar sást víða af Reykjanesi um ellefu leytið í gærkvöldi, þegar skýjaslæða á annars heiðum himni tók á sig hinar ýmsu kynjamyndir.

Um tíma var eins og risavaxinn fugl væri að hefja sig til flugs og náðust margar góðar myndir af fyrirbærinu.

Að sögn Veðurstofunnar varð vart við svonefnd netjuský á þessum slóðum í gærkvöldi og gæti þetta verið hluti af þeim.

Myndirnar tóku Ingvar Vilhjálmsson, Anna Sigga og Vilborg Hannesdóttir.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.