Fleiri fréttir Athuga hvort setja eigi samruna skilyrði Samkeppniseftirlitið er með til athugunar hvort unnt sé að setja kaupum Reiknistofu bankanna (RB) á Teris skilyrði sem tryggi nýjum og smærri keppinautum fullan aðgang að öllum kerfum og allri þjónustu sem sameinað fyrirtæki innir af hendi. Þetta kom fram í ræðu Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, á málþingi um framtíð Sparisjóðanna sem fram fór á þriðjudag. 10.5.2012 08:30 Sameiningar fækka fagfólki á leikskólum Foreldrar barna á leikskólanum Funaborg sendu harðort bréf til borgarfulltrúa og embættismanna vegna sameiningar þriggja leikskóla. Segjast fullsaddir á aðgerðaleysi, áhugaleysi og samskiptaleysi stjórnenda leikskólans og borgarinnar. 10.5.2012 08:00 Allt of mikið af pólitískum fjárveitingum Ungir vísindamenn flýja land af því að styrktarfé til rannsókna er af svo skornum skammti. 544 vísinda- og fræðimenn skora á menntamálaráðherra að gera bragarbót á. Telja fjárveitingar allt of pólitískar. 10.5.2012 08:00 4,7 milljarða halli á rekstri borgarinnar Tæplega 4,7 milljarða króna halli er á rekstri A- og B-hluta samstæðu Reykjavíkurborgar samkvæmt ársreikningi. Niðurstaðan er sögð lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011 var samþykktur á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. 10.5.2012 07:00 Stjórnarmyndun gengur illa Alexis Tsipras, leiðtogi bandalags vinstriflokka á Grikklandi, gafst í gær upp á því að mynda ríkisstjórn. Keflið fer nú til Evangelos Venizelos, leiðtoga sósíalistaflokksins Pasok. 10.5.2012 00:00 Skelfileg umgengni í Heiðmörk Vegfarandi sem átti leið um Heiðmörk í góða veðrinu í dag sendi fréttastofu tölvupóst í kvöld þar sem hann segir að sér hafi mætt sér skelfileg sjón á svæðinu í dag. Hann segir að hópur manna hafi verið með grillveislu og hreinlega skilið allt ruslið eftir sig. Ruslið var í pokum en fuglar og mýs voru búin að tæta gat á pokana svo draslið var á víð og dreif. 9.5.2012 23:02 Söguleg yfirlýsing Obama: Styður hjónabönd samkynhneigðra Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í sjónvarpsviðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í Bandaríkjunum í kvöld að hann myndi styðja hjónabönd samkynhneigðra. Yfirlýsing hans er söguleg því hann er fyrsti forsetinn í sögu landsins sem opinberar þessa skoðun á málinu. 9.5.2012 21:46 Skreið eftir Reykjanesbrautinni Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í vörubifreið á Reykjanesbrautinni í dag vegna óviðunandi frágangs á farmi, eins og sjá má myndinni hér til hliðar. Rekja mátti skreiðarslóðina eftir bifreiðina á Reykjanesbrautinni og hefði þurft að gera betur í að tryggja að farmurinn félli ekki af. 9.5.2012 22:00 Furðulegt hvarf farþegaflugvélar Um 200 björgunarsveitarmenn leituðu í dag að rússneskri farþegaþotu sem hvarf af ratsjá suður af Jakarta, höfuðborg Indónesíu, snemma í morgun. Um 50 manns eru um borð í vélinni. Þotan er glæný og er af gerðinni Superjet 100, framleidd af Sukhoi í Rússlandi. Framleiðendur hennar voru að kynna hana fyrir indónesískum flugmálayfirvöldum en þau hafa pantað um 40 flugvélar sem átti að afhenda á þessu ári. Leitinni hefur verið hætt í bili þar sem afar slæmar veðuraðstæður eru á svæðinu. Óttast er að vélin hafi brotlent en leit verður haldið áfram á morgun. 9.5.2012 21:45 80 prósent sjúklinga á Vogi eru börn alkóhólista "Ef að kona fer í meðferð fyrir 24 ára aldur út af kannabisfíkn, eru næstum því 50 prósent líkur á að sonur hennar geri það líka," sagði Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, í viðtali við þáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 9.5.2012 20:30 Gista nánast ofan í Slippnum Aðeins eru nokkrir metrar frá Gamla slippnum í Reykjavíkurhöfn og að inngangi nýjasta hótels borgarinnar, Icelandair Hótel Reykjavík Marína. 9.5.2012 20:30 Meirihluti stjórnenda fyrirtækja mótfallinn aðild að ESB Meirihluti stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum er mótfallinn aðild að Evrópusambandinu, eða 64 prósent aðspurðra. Þetta er niðurstaða stjórnendakönnunar MMR sem var unnin í samstarfi við Viðskiptablaðið. 9.5.2012 20:25 Leyndi áhuga Kínverja en pabbinn með prókúru Aron Karlsson, kaupsýslumaður, lýsti yfir sakleysi sínu í Héraðsdómi í dag en hann er ákærður fyrir fjársvik og gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi vegna blekkinga í tengslum við sölu á fasteign til kínverska sendiráðsins. Faðir Arons, Karl Steingrímsson, fer með prókúru fyrir AK Fasteignir sem einnig sætir ákæru í málinu. 9.5.2012 20:00 Kjartan enn í Sigur Rós Hljómsveitin Sigur Rós undirbýr þessa dagana tónleikaferð sem farin verður til að fylgja eftir disknum Valtara sem kemur út í lok þessa mánaðar. Tónleikaferðin hefst í júlí, en eins og kunnugt er verður henni lokið með tónleikum á Iceland Airwaves í haust. 9.5.2012 19:18 Er að deyja úr tilhlökkun Sigrún Eðvaldsdóttir er einleikari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld í Hörpu í hinum fræga fiðlukonsert númer 1 eftir Sjostakovitsj. "Þetta leggst alveg rosalega vel í mig. Ég er að deyja úr tilhlökkun," segir Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari sem leikur einn glæsilegasta fiðlukonsert 20. aldarinnar á tónleikum Sinfóníunnar annað kvöld. Það er fiðlukonsert númer 1 eftir Dímítríj Sjostakovitsj. Hún kveðst aldrei hafa spilað hann áður og reyndar hafi hún verið mjög hrædd við hann. 9.5.2012 16:30 Framtíð alsírsku drengjanna í lausu lofti eftir afplánun Alsírsku drengirnir tveir sem dæmdir voru í óskilorðsbundið fangelsi í síðasta mánuði fyrir vegabréfafölsun falla mögulega undir stöðu flóttamanna samkvæmt flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og hafa óskað eftir hæli hér á landi. Verjandi drengjanna vill ekki svara því hvort hann hafi farið fram á skilorðsbundna refsingu vegna ungs aldurs þeirra. 9.5.2012 19:45 Læknar rukka viðbótargjöld Nánast hver einasti sérfræðilæknir á landinu hefur verið samningslaus við Sjúkratryggingar Íslands í rúmt ár. Sumir þeirra eru farnir að rukka sjúklinga um viðbótargjöld. Kona, sem glímir við afleiðingar krabbameins, segir kjaradeiluna bitna á þeim sem síst skyldi og formaður Öryrkjabandalags Íslands segir málið til skammar fyrir deiluaðila. 9.5.2012 19:04 Bið hælisleitenda löng og kostnaðarsöm Forstjóri Útlendingastofunar segir hælisleitendur þurfa að bíða næstum þrisvar sinnum lengur en forsvaranlegt sé. Löng bið kosti samfélagið mikið fé auk þess sem biðin skapi mikla vanlíðan meðal fólks. Á þessu ári hafi orðið veruleg fjölgun meðal hælisleitenda og fyrirséð að biðin lengist enn. 9.5.2012 18:46 Þarf allt að 10 gengisdóma Samráðshópur banka og skuldara upplýsti í dag að upp undir tíu prófmál þurfi að fara fyrir dómstóla til að eyða óvissunni sem skapaðist af síðasta gengislánadómi Hæstaréttar. Umboðsmaður skuldara vonar að málaferlunum ljúki strax í haust. 9.5.2012 18:37 Ræktaði kannabis í blokk Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í Kópavogi í dag. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á 70 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Tvö af herbergjum íbúðarinnar voru sérstaklega útbúin fyrir þessa starfsemi. Húsráðandi, karl á fertugsaldri, var handtekinn á vettvangi og færður til yfirheyrslu. Hann hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglu. 9.5.2012 18:21 Ögmundur segist hafa komið alsírsku drengjunum úr fangelsi Piltarnir tveir, sem voru dæmdir í 30 daga fangelsi, eru ekki lengur í fangelsi, eins og hefur verið gagnrýnt, heldur er annar þeirra er vistaður á einkaheimili en hinn er á stofnun, eins og Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra orðar það, í viðtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2. 9.5.2012 16:42 Segja fangelsun brjóta gegn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Málefnahópur Dögunar um málefni hælisleitenda og innflytjenda mótmælir harðlega dómi héraðsdóms yfir tveimur hælisleitendum frá Alsír, fimmtán og sextán ára drengjum, sem dæmdir voru í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komuna til landsins. 9.5.2012 15:52 Segist næstum hafa misst formannsstól vegna orðaskipta við Baugsveldið "Kenningin sem þú nefnir spratt helst upp á bloggsíðum Björns Bjarnasonar. Sjálfur tapaði ég næstum formannssætinu fyrr en ella fyrir samskipti min ill og hörð við Baugsveldið," svarar Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, í svokallaðri Beinni línu á dv.is, þar sem almenningi gefst færi á að spyrja ráðherrann út í þau mál sem brenna þeim á brjósti. Þarna svaraði Össur spurningu Ara Brynjólfssonar sem spurði: 9.5.2012 15:20 Aron Karlsson: "Ég lýsi mig saklausan" "Ég lýsi mig saklausan af öllum sakargiftum,“ sagði Aron Karlsson kaupsýslumaður við þingfestingu ákæru á hendur honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9.5.2012 14:25 Segir vel tekið á eineltismálum í skólanum "Þegar einelti kemur upp, eða ávæningur af slíku berst til okkar, fer af stað ákveðið ferli, þar sem meðal annars eru strax tekin viðtöl við þá sem eiga hlut að máli,“ útskýrir Birgir Edwald, skólastjóri Sunnulækjarskóla, en móðir nemanda skólans ræddi við sunnlenska fréttavefinn DFS í gær, þar sem hún lýsti því hvernig tíu ára sonur sinn þyrfti að þola rætið einelti í skólanum. 9.5.2012 13:56 Telja að piltarnir séu eldri en þeir segjast vera Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að rökstuddur grunur leiki á að þeir aðilar sem dæmdir voru til 30 daga fangelsisrefsingar þann 30. apríl síðastliðinn og sögðust vera 15 og 16 ára séu eldri en þeir fullyrða. 9.5.2012 13:50 Frikki aftur á meðal þeirra bestu í Kaupmannahöfn Íslenski veitingastaðurinn Laundromat Cafe á Gl. Kongevej í Kaupmannahöfn hefur verið tilnefndur til verðlaunanna "Best Brunch in Town" sem vefsíðan Alt om Kobenhavn heldur úti. Vefsíðan er í eigu dagblaðsins Berlinske Tidende. 9.5.2012 13:35 Breivik stundi af gleði í miðjum hildarleiknum Réttarhöld í máli norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breiviks hófust að nýju í Osló í dag. Fyrir réttinn komu nokkrir þeirra sem komust lífs af í hildarleiknum í Útey síðasta sumar. 9.5.2012 13:31 Ráðist á bílalest SÞ Sprengjuárás var í dag gerð á bílalest á vegum Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi í dag. Aðeins fáeinum sekúndum áður en sprengjan sprakk ók yfirmaður sendinefndar Sameinuðu þjóðanna eftir veginum. Hann slapp þó ómeiddur en að minnsta kosti þrír sýrlenskir hermenn eru sagðir hafa særst. Sendinefndin er í landinu til að fylgja eftir vopnahléi sem samið var um í síðasta mánuði en afar illa hefur gengið að framfylgja því. Árásin átti sér stað í borginni Deraa. 9.5.2012 13:30 Annar nuddari kærir Travolta Vandræði stórleikarans John Travolta aukast enn því annar karlmaður hefur nú stigið fram og ásakað hann um kynferðislega áreitni. Í gær komu fram ásakanir sama eðlis frá nuddara á hóteli í Atlanta sem staðhæfir að Travolta hafi áreitt sig í janúar á síðasta ári. 9.5.2012 13:27 Ljótt einelti á Selfossi - tróðu hundaskít í úlpuvasa drengs Móðir 10 ára nemenda í skóla á Selfossi hafði samband við sunnlenska fréttavefinn DFS og sagðist hafa verið mjög brugðið þegar hún sótti son sinn í skólann í hádeginu í gær. 9.5.2012 13:23 Lynch á Skype í Gamla bíói "Þessi samkoma er fyrir alla þá sem hafa áhuga á innhverfri íhugun eða hafa lært hana,“ segir Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi, um dagskrá um innhverfa íhugun í Gamla bíói. "Þessi samkoma er fyrir alla þá sem hafa áhuga á innhverfri íhugun eða hafa lært hana,“ segir Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi, um dagskrá um innhverfa íhugun í Gamla bíói í kvöld þar sem David Lynch ávarpar viðstadda í gegnum samskiptaforitið Skype. 9.5.2012 13:00 Strandaði vestan við Hornafjörð Hraðfiskibátur sem strandaði í sandfjöru norðaustur af Hrollaugseyjum, eða vestan við Hornafjörð, snemma í morgun er með skemmda skrúfu en er ekki skemmdur að öðru leyti samkvæmt upplýsingum frá lóðsinum. Skipverjann, sem var einn á skipinu, sakaði ekki. Eftir að báturinn náðist á flot sigldi hann fyrir eigin vélarafli áleiðis til Hornafjaðrar í samfloti við björgunarskipið Ingibjörgu og eru þau væntanleg til Hafnar klukkan eitt. 9.5.2012 12:56 Geimferðaráætlun CCP í beinni útsendingu Nú á hádegi voru fyrstu skref tekin í Skyward Sphere, geimferðaráætlun CCP í raunheimum. Hylki með nöfnum yfir 350 þúsund EVE Online spilara var sent í loftið með viðhöfn frá Reykjavíkurhöfn - í beinni útsendingu á netinu, í samvinnu við Símann. Áætlanir gera ráð fyrir að hylkið muni ná allt 100 þúsund feta hæð. Um borð eru þrjár myndavélar og ýmis mælitæki sem munu senda allt sem fram fer til höfuðstöðva CCP. Landhelgisgæsla Íslands mun, við hefðbundið eftirlit klukkan hálfþrjú, fylgjast með þegar farið kemur aftur niður til jarðar. 9.5.2012 12:39 Samherji leggur þremur skipum vegna strandveiðibáta Samherji hefur lagt þremur fiskiskipum og kaupir þess í stað afla á fiskmarkaði frá strandveiðibátum. Framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja segir ólympískar veiðar strandveiðibáta hvergi hafa gefist vel og verð muni lækka til lengri tíma litið. 9.5.2012 12:07 "Harkalegur dómur“ yfir alsírskum drengjum Ekki hefur tekist að staðreyna með öruggum hætti réttan aldur tveggja alsírskra drengja sem dæmdir voru í óskilorðsbundið fangelsi fyrir fölsuð vegabréf. Dómur yfir þeim er býsna harkalegur að mati dósents við lagadeild Háskóla Íslands. 9.5.2012 12:00 Spáð snjókomu um helgina - frost fer niður í 7 gráður Þó sumarið sé formlega hafið hér á landi, þá náttúruöflin láta sér fátt um finnast en spáð er snjókomu og slyddu á norðausturlandi. Þannig er spáð slyddu á Húsavík og snjókomu á Raufarhöfn næsta sunnudag samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. Þá verður einnig slydda á Blönduósi og Stykkishólmi. Einnig verður snjókoma á Vestfjörðum. 9.5.2012 11:59 Buster kom upp um konu sem ræktaði kannabis Lögreglumaður í almennu umferðareftirliti hafði skömmu fyrir miðnætti í gær afskipti af ungri konu sem ók bifreið sinni austur Suðurlandsveg í Ölfusi. Við fyrstu samskipti vaknaði grunur um að ökumaðurinn væri undir áhrifum fíkniefnum. 9.5.2012 11:46 Íslandsþáttur Mörthu Stewart sýndur í dag Dorrit Mousieff verður í sjónvarpsþætti Mörthu Stewart sem sýndur verður í Bandaríkjunum í dag. Í þættinum verður ítarlega fjallað um Ísland, meðal annars ferðaþjónustu, hönnun, hollustu, íslenska hestinn og mat. Þættirnir, sem eru afar vinsælir í Bandaríkjunum, eru einnig sýndir í yfir 50 löndum. 9.5.2012 11:17 Sautján fórust í eldsvoða á Filippseyjum Sautján fórust í gær á Filippseyjum þegar fataverslun brann til grunna. Verslunin var á þremur hæðum en hinir látnu, sem flestar voru konur sem störfuðu í versluninni, bjuggu á efstu hæð hússins og áttu sér ekki undankomu auðið. Aðeins þrír starfsmenn komust lífs af úr brunanum en algengt er á Filippseyjum að starfsmenn verslana búi einnig í þeim. 9.5.2012 10:32 Átak til að fækka dauðsföllum á lestarteinum Hátt í fimmtíu manns fórust í Bretlandi á síðasta ári við að stytta sér leið yfir lestarteina. Aukning er á þessum slysum og því hefur verið blásið til herferðar þar sem breski meistarinn í 400 metra grindahlaupi , Dai Greene, er í forgrunni. 9.5.2012 10:30 Norður-Karólína: Hjónaband samkynhneigðra brot gegn stjórnarskrá Kjósendur í Norður-Karólínu samþykktu í gær að banna hjónaband samkynhneigðra. Um breytingu á stjórnarskrá ríkisins var að ræða sem í raun bannar með öllu hjónabönd eða staðfesta sambúð fólks af sama kyni. 9.5.2012 10:12 Skortur á vinnuafli í Eyjum Skortur er á vinnuafli í Vestmannaeyjum og þar er atvinnuleysi langt undir landsmeðaltali. Að sögn viðmælanda Fréttastofu skortir einkum fólk til þjónustu- og verslunarstarfa því unga fólkið stílar upp á uppgripavinnu í fiskvinnslunni, ekki síst þegar makrílveiðarnar hefjast. 9.5.2012 10:04 Miklu fleiri börn leita hælis í ár en árin á undan Mun fleiri börn hafa leitað hælis á Íslandi í ár en árin á undan, segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndastofu. Á árunum 2007 - 2011 komu alls 7 börn til landsins. Það sem af er árinu 2012 hafa komið fimm börn. "Það virðist vera stórfelld aukning á þessu ári í fjölda barna sem leita hælis hér - á árabilinu 2007 - 2011 voru þetta samtals sjö einstaklingar yngri en 18 ára sem leita hælis. en á þessu ári eru þau orðin fimm nú þegar,“ segir Bragi. Að vísu hafi orðið veruleg fjölgun fullorðinna sem leiti hælis hér líka. 9.5.2012 10:04 Flytur á Hrafnistu ef hún fær svítu „Geðshræringin var svo mikil að sjá allt þetta fólk að ég brast bara í grát,“ segir Þórdís Hreggviðsdóttir sem í gær hlaut viðurkenningu fyrir störf sín á Hrafnistu síðustu 45 árin. 9.5.2012 09:00 Sjá næstu 50 fréttir
Athuga hvort setja eigi samruna skilyrði Samkeppniseftirlitið er með til athugunar hvort unnt sé að setja kaupum Reiknistofu bankanna (RB) á Teris skilyrði sem tryggi nýjum og smærri keppinautum fullan aðgang að öllum kerfum og allri þjónustu sem sameinað fyrirtæki innir af hendi. Þetta kom fram í ræðu Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, á málþingi um framtíð Sparisjóðanna sem fram fór á þriðjudag. 10.5.2012 08:30
Sameiningar fækka fagfólki á leikskólum Foreldrar barna á leikskólanum Funaborg sendu harðort bréf til borgarfulltrúa og embættismanna vegna sameiningar þriggja leikskóla. Segjast fullsaddir á aðgerðaleysi, áhugaleysi og samskiptaleysi stjórnenda leikskólans og borgarinnar. 10.5.2012 08:00
Allt of mikið af pólitískum fjárveitingum Ungir vísindamenn flýja land af því að styrktarfé til rannsókna er af svo skornum skammti. 544 vísinda- og fræðimenn skora á menntamálaráðherra að gera bragarbót á. Telja fjárveitingar allt of pólitískar. 10.5.2012 08:00
4,7 milljarða halli á rekstri borgarinnar Tæplega 4,7 milljarða króna halli er á rekstri A- og B-hluta samstæðu Reykjavíkurborgar samkvæmt ársreikningi. Niðurstaðan er sögð lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2011 var samþykktur á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. 10.5.2012 07:00
Stjórnarmyndun gengur illa Alexis Tsipras, leiðtogi bandalags vinstriflokka á Grikklandi, gafst í gær upp á því að mynda ríkisstjórn. Keflið fer nú til Evangelos Venizelos, leiðtoga sósíalistaflokksins Pasok. 10.5.2012 00:00
Skelfileg umgengni í Heiðmörk Vegfarandi sem átti leið um Heiðmörk í góða veðrinu í dag sendi fréttastofu tölvupóst í kvöld þar sem hann segir að sér hafi mætt sér skelfileg sjón á svæðinu í dag. Hann segir að hópur manna hafi verið með grillveislu og hreinlega skilið allt ruslið eftir sig. Ruslið var í pokum en fuglar og mýs voru búin að tæta gat á pokana svo draslið var á víð og dreif. 9.5.2012 23:02
Söguleg yfirlýsing Obama: Styður hjónabönd samkynhneigðra Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í sjónvarpsviðtali við ABC-sjónvarpsstöðina í Bandaríkjunum í kvöld að hann myndi styðja hjónabönd samkynhneigðra. Yfirlýsing hans er söguleg því hann er fyrsti forsetinn í sögu landsins sem opinberar þessa skoðun á málinu. 9.5.2012 21:46
Skreið eftir Reykjanesbrautinni Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í vörubifreið á Reykjanesbrautinni í dag vegna óviðunandi frágangs á farmi, eins og sjá má myndinni hér til hliðar. Rekja mátti skreiðarslóðina eftir bifreiðina á Reykjanesbrautinni og hefði þurft að gera betur í að tryggja að farmurinn félli ekki af. 9.5.2012 22:00
Furðulegt hvarf farþegaflugvélar Um 200 björgunarsveitarmenn leituðu í dag að rússneskri farþegaþotu sem hvarf af ratsjá suður af Jakarta, höfuðborg Indónesíu, snemma í morgun. Um 50 manns eru um borð í vélinni. Þotan er glæný og er af gerðinni Superjet 100, framleidd af Sukhoi í Rússlandi. Framleiðendur hennar voru að kynna hana fyrir indónesískum flugmálayfirvöldum en þau hafa pantað um 40 flugvélar sem átti að afhenda á þessu ári. Leitinni hefur verið hætt í bili þar sem afar slæmar veðuraðstæður eru á svæðinu. Óttast er að vélin hafi brotlent en leit verður haldið áfram á morgun. 9.5.2012 21:45
80 prósent sjúklinga á Vogi eru börn alkóhólista "Ef að kona fer í meðferð fyrir 24 ára aldur út af kannabisfíkn, eru næstum því 50 prósent líkur á að sonur hennar geri það líka," sagði Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, í viðtali við þáttinn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 9.5.2012 20:30
Gista nánast ofan í Slippnum Aðeins eru nokkrir metrar frá Gamla slippnum í Reykjavíkurhöfn og að inngangi nýjasta hótels borgarinnar, Icelandair Hótel Reykjavík Marína. 9.5.2012 20:30
Meirihluti stjórnenda fyrirtækja mótfallinn aðild að ESB Meirihluti stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum er mótfallinn aðild að Evrópusambandinu, eða 64 prósent aðspurðra. Þetta er niðurstaða stjórnendakönnunar MMR sem var unnin í samstarfi við Viðskiptablaðið. 9.5.2012 20:25
Leyndi áhuga Kínverja en pabbinn með prókúru Aron Karlsson, kaupsýslumaður, lýsti yfir sakleysi sínu í Héraðsdómi í dag en hann er ákærður fyrir fjársvik og gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi vegna blekkinga í tengslum við sölu á fasteign til kínverska sendiráðsins. Faðir Arons, Karl Steingrímsson, fer með prókúru fyrir AK Fasteignir sem einnig sætir ákæru í málinu. 9.5.2012 20:00
Kjartan enn í Sigur Rós Hljómsveitin Sigur Rós undirbýr þessa dagana tónleikaferð sem farin verður til að fylgja eftir disknum Valtara sem kemur út í lok þessa mánaðar. Tónleikaferðin hefst í júlí, en eins og kunnugt er verður henni lokið með tónleikum á Iceland Airwaves í haust. 9.5.2012 19:18
Er að deyja úr tilhlökkun Sigrún Eðvaldsdóttir er einleikari á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld í Hörpu í hinum fræga fiðlukonsert númer 1 eftir Sjostakovitsj. "Þetta leggst alveg rosalega vel í mig. Ég er að deyja úr tilhlökkun," segir Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðluleikari sem leikur einn glæsilegasta fiðlukonsert 20. aldarinnar á tónleikum Sinfóníunnar annað kvöld. Það er fiðlukonsert númer 1 eftir Dímítríj Sjostakovitsj. Hún kveðst aldrei hafa spilað hann áður og reyndar hafi hún verið mjög hrædd við hann. 9.5.2012 16:30
Framtíð alsírsku drengjanna í lausu lofti eftir afplánun Alsírsku drengirnir tveir sem dæmdir voru í óskilorðsbundið fangelsi í síðasta mánuði fyrir vegabréfafölsun falla mögulega undir stöðu flóttamanna samkvæmt flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna og hafa óskað eftir hæli hér á landi. Verjandi drengjanna vill ekki svara því hvort hann hafi farið fram á skilorðsbundna refsingu vegna ungs aldurs þeirra. 9.5.2012 19:45
Læknar rukka viðbótargjöld Nánast hver einasti sérfræðilæknir á landinu hefur verið samningslaus við Sjúkratryggingar Íslands í rúmt ár. Sumir þeirra eru farnir að rukka sjúklinga um viðbótargjöld. Kona, sem glímir við afleiðingar krabbameins, segir kjaradeiluna bitna á þeim sem síst skyldi og formaður Öryrkjabandalags Íslands segir málið til skammar fyrir deiluaðila. 9.5.2012 19:04
Bið hælisleitenda löng og kostnaðarsöm Forstjóri Útlendingastofunar segir hælisleitendur þurfa að bíða næstum þrisvar sinnum lengur en forsvaranlegt sé. Löng bið kosti samfélagið mikið fé auk þess sem biðin skapi mikla vanlíðan meðal fólks. Á þessu ári hafi orðið veruleg fjölgun meðal hælisleitenda og fyrirséð að biðin lengist enn. 9.5.2012 18:46
Þarf allt að 10 gengisdóma Samráðshópur banka og skuldara upplýsti í dag að upp undir tíu prófmál þurfi að fara fyrir dómstóla til að eyða óvissunni sem skapaðist af síðasta gengislánadómi Hæstaréttar. Umboðsmaður skuldara vonar að málaferlunum ljúki strax í haust. 9.5.2012 18:37
Ræktaði kannabis í blokk Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í Kópavogi í dag. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á 70 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Tvö af herbergjum íbúðarinnar voru sérstaklega útbúin fyrir þessa starfsemi. Húsráðandi, karl á fertugsaldri, var handtekinn á vettvangi og færður til yfirheyrslu. Hann hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglu. 9.5.2012 18:21
Ögmundur segist hafa komið alsírsku drengjunum úr fangelsi Piltarnir tveir, sem voru dæmdir í 30 daga fangelsi, eru ekki lengur í fangelsi, eins og hefur verið gagnrýnt, heldur er annar þeirra er vistaður á einkaheimili en hinn er á stofnun, eins og Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra orðar það, í viðtali við Síðdegisútvarpið á Rás 2. 9.5.2012 16:42
Segja fangelsun brjóta gegn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Málefnahópur Dögunar um málefni hælisleitenda og innflytjenda mótmælir harðlega dómi héraðsdóms yfir tveimur hælisleitendum frá Alsír, fimmtán og sextán ára drengjum, sem dæmdir voru í þrjátíu daga óskilorðsbundið fangelsi fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum við komuna til landsins. 9.5.2012 15:52
Segist næstum hafa misst formannsstól vegna orðaskipta við Baugsveldið "Kenningin sem þú nefnir spratt helst upp á bloggsíðum Björns Bjarnasonar. Sjálfur tapaði ég næstum formannssætinu fyrr en ella fyrir samskipti min ill og hörð við Baugsveldið," svarar Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, í svokallaðri Beinni línu á dv.is, þar sem almenningi gefst færi á að spyrja ráðherrann út í þau mál sem brenna þeim á brjósti. Þarna svaraði Össur spurningu Ara Brynjólfssonar sem spurði: 9.5.2012 15:20
Aron Karlsson: "Ég lýsi mig saklausan" "Ég lýsi mig saklausan af öllum sakargiftum,“ sagði Aron Karlsson kaupsýslumaður við þingfestingu ákæru á hendur honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 9.5.2012 14:25
Segir vel tekið á eineltismálum í skólanum "Þegar einelti kemur upp, eða ávæningur af slíku berst til okkar, fer af stað ákveðið ferli, þar sem meðal annars eru strax tekin viðtöl við þá sem eiga hlut að máli,“ útskýrir Birgir Edwald, skólastjóri Sunnulækjarskóla, en móðir nemanda skólans ræddi við sunnlenska fréttavefinn DFS í gær, þar sem hún lýsti því hvernig tíu ára sonur sinn þyrfti að þola rætið einelti í skólanum. 9.5.2012 13:56
Telja að piltarnir séu eldri en þeir segjast vera Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að rökstuddur grunur leiki á að þeir aðilar sem dæmdir voru til 30 daga fangelsisrefsingar þann 30. apríl síðastliðinn og sögðust vera 15 og 16 ára séu eldri en þeir fullyrða. 9.5.2012 13:50
Frikki aftur á meðal þeirra bestu í Kaupmannahöfn Íslenski veitingastaðurinn Laundromat Cafe á Gl. Kongevej í Kaupmannahöfn hefur verið tilnefndur til verðlaunanna "Best Brunch in Town" sem vefsíðan Alt om Kobenhavn heldur úti. Vefsíðan er í eigu dagblaðsins Berlinske Tidende. 9.5.2012 13:35
Breivik stundi af gleði í miðjum hildarleiknum Réttarhöld í máli norska fjöldamorðingjans Anders Behring Breiviks hófust að nýju í Osló í dag. Fyrir réttinn komu nokkrir þeirra sem komust lífs af í hildarleiknum í Útey síðasta sumar. 9.5.2012 13:31
Ráðist á bílalest SÞ Sprengjuárás var í dag gerð á bílalest á vegum Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi í dag. Aðeins fáeinum sekúndum áður en sprengjan sprakk ók yfirmaður sendinefndar Sameinuðu þjóðanna eftir veginum. Hann slapp þó ómeiddur en að minnsta kosti þrír sýrlenskir hermenn eru sagðir hafa særst. Sendinefndin er í landinu til að fylgja eftir vopnahléi sem samið var um í síðasta mánuði en afar illa hefur gengið að framfylgja því. Árásin átti sér stað í borginni Deraa. 9.5.2012 13:30
Annar nuddari kærir Travolta Vandræði stórleikarans John Travolta aukast enn því annar karlmaður hefur nú stigið fram og ásakað hann um kynferðislega áreitni. Í gær komu fram ásakanir sama eðlis frá nuddara á hóteli í Atlanta sem staðhæfir að Travolta hafi áreitt sig í janúar á síðasta ári. 9.5.2012 13:27
Ljótt einelti á Selfossi - tróðu hundaskít í úlpuvasa drengs Móðir 10 ára nemenda í skóla á Selfossi hafði samband við sunnlenska fréttavefinn DFS og sagðist hafa verið mjög brugðið þegar hún sótti son sinn í skólann í hádeginu í gær. 9.5.2012 13:23
Lynch á Skype í Gamla bíói "Þessi samkoma er fyrir alla þá sem hafa áhuga á innhverfri íhugun eða hafa lært hana,“ segir Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi, um dagskrá um innhverfa íhugun í Gamla bíói. "Þessi samkoma er fyrir alla þá sem hafa áhuga á innhverfri íhugun eða hafa lært hana,“ segir Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi, um dagskrá um innhverfa íhugun í Gamla bíói í kvöld þar sem David Lynch ávarpar viðstadda í gegnum samskiptaforitið Skype. 9.5.2012 13:00
Strandaði vestan við Hornafjörð Hraðfiskibátur sem strandaði í sandfjöru norðaustur af Hrollaugseyjum, eða vestan við Hornafjörð, snemma í morgun er með skemmda skrúfu en er ekki skemmdur að öðru leyti samkvæmt upplýsingum frá lóðsinum. Skipverjann, sem var einn á skipinu, sakaði ekki. Eftir að báturinn náðist á flot sigldi hann fyrir eigin vélarafli áleiðis til Hornafjaðrar í samfloti við björgunarskipið Ingibjörgu og eru þau væntanleg til Hafnar klukkan eitt. 9.5.2012 12:56
Geimferðaráætlun CCP í beinni útsendingu Nú á hádegi voru fyrstu skref tekin í Skyward Sphere, geimferðaráætlun CCP í raunheimum. Hylki með nöfnum yfir 350 þúsund EVE Online spilara var sent í loftið með viðhöfn frá Reykjavíkurhöfn - í beinni útsendingu á netinu, í samvinnu við Símann. Áætlanir gera ráð fyrir að hylkið muni ná allt 100 þúsund feta hæð. Um borð eru þrjár myndavélar og ýmis mælitæki sem munu senda allt sem fram fer til höfuðstöðva CCP. Landhelgisgæsla Íslands mun, við hefðbundið eftirlit klukkan hálfþrjú, fylgjast með þegar farið kemur aftur niður til jarðar. 9.5.2012 12:39
Samherji leggur þremur skipum vegna strandveiðibáta Samherji hefur lagt þremur fiskiskipum og kaupir þess í stað afla á fiskmarkaði frá strandveiðibátum. Framkvæmdastjóri landvinnslu Samherja segir ólympískar veiðar strandveiðibáta hvergi hafa gefist vel og verð muni lækka til lengri tíma litið. 9.5.2012 12:07
"Harkalegur dómur“ yfir alsírskum drengjum Ekki hefur tekist að staðreyna með öruggum hætti réttan aldur tveggja alsírskra drengja sem dæmdir voru í óskilorðsbundið fangelsi fyrir fölsuð vegabréf. Dómur yfir þeim er býsna harkalegur að mati dósents við lagadeild Háskóla Íslands. 9.5.2012 12:00
Spáð snjókomu um helgina - frost fer niður í 7 gráður Þó sumarið sé formlega hafið hér á landi, þá náttúruöflin láta sér fátt um finnast en spáð er snjókomu og slyddu á norðausturlandi. Þannig er spáð slyddu á Húsavík og snjókomu á Raufarhöfn næsta sunnudag samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands. Þá verður einnig slydda á Blönduósi og Stykkishólmi. Einnig verður snjókoma á Vestfjörðum. 9.5.2012 11:59
Buster kom upp um konu sem ræktaði kannabis Lögreglumaður í almennu umferðareftirliti hafði skömmu fyrir miðnætti í gær afskipti af ungri konu sem ók bifreið sinni austur Suðurlandsveg í Ölfusi. Við fyrstu samskipti vaknaði grunur um að ökumaðurinn væri undir áhrifum fíkniefnum. 9.5.2012 11:46
Íslandsþáttur Mörthu Stewart sýndur í dag Dorrit Mousieff verður í sjónvarpsþætti Mörthu Stewart sem sýndur verður í Bandaríkjunum í dag. Í þættinum verður ítarlega fjallað um Ísland, meðal annars ferðaþjónustu, hönnun, hollustu, íslenska hestinn og mat. Þættirnir, sem eru afar vinsælir í Bandaríkjunum, eru einnig sýndir í yfir 50 löndum. 9.5.2012 11:17
Sautján fórust í eldsvoða á Filippseyjum Sautján fórust í gær á Filippseyjum þegar fataverslun brann til grunna. Verslunin var á þremur hæðum en hinir látnu, sem flestar voru konur sem störfuðu í versluninni, bjuggu á efstu hæð hússins og áttu sér ekki undankomu auðið. Aðeins þrír starfsmenn komust lífs af úr brunanum en algengt er á Filippseyjum að starfsmenn verslana búi einnig í þeim. 9.5.2012 10:32
Átak til að fækka dauðsföllum á lestarteinum Hátt í fimmtíu manns fórust í Bretlandi á síðasta ári við að stytta sér leið yfir lestarteina. Aukning er á þessum slysum og því hefur verið blásið til herferðar þar sem breski meistarinn í 400 metra grindahlaupi , Dai Greene, er í forgrunni. 9.5.2012 10:30
Norður-Karólína: Hjónaband samkynhneigðra brot gegn stjórnarskrá Kjósendur í Norður-Karólínu samþykktu í gær að banna hjónaband samkynhneigðra. Um breytingu á stjórnarskrá ríkisins var að ræða sem í raun bannar með öllu hjónabönd eða staðfesta sambúð fólks af sama kyni. 9.5.2012 10:12
Skortur á vinnuafli í Eyjum Skortur er á vinnuafli í Vestmannaeyjum og þar er atvinnuleysi langt undir landsmeðaltali. Að sögn viðmælanda Fréttastofu skortir einkum fólk til þjónustu- og verslunarstarfa því unga fólkið stílar upp á uppgripavinnu í fiskvinnslunni, ekki síst þegar makrílveiðarnar hefjast. 9.5.2012 10:04
Miklu fleiri börn leita hælis í ár en árin á undan Mun fleiri börn hafa leitað hælis á Íslandi í ár en árin á undan, segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndastofu. Á árunum 2007 - 2011 komu alls 7 börn til landsins. Það sem af er árinu 2012 hafa komið fimm börn. "Það virðist vera stórfelld aukning á þessu ári í fjölda barna sem leita hælis hér - á árabilinu 2007 - 2011 voru þetta samtals sjö einstaklingar yngri en 18 ára sem leita hælis. en á þessu ári eru þau orðin fimm nú þegar,“ segir Bragi. Að vísu hafi orðið veruleg fjölgun fullorðinna sem leiti hælis hér líka. 9.5.2012 10:04
Flytur á Hrafnistu ef hún fær svítu „Geðshræringin var svo mikil að sjá allt þetta fólk að ég brast bara í grát,“ segir Þórdís Hreggviðsdóttir sem í gær hlaut viðurkenningu fyrir störf sín á Hrafnistu síðustu 45 árin. 9.5.2012 09:00