Erlent

Karl Bretaprins fór með veðurfréttir

Karl Bretaprins og veðurkortin.
Karl Bretaprins og veðurkortin. mynd/AP
Vafalaust hafa nokkrir rekið upp stór augu þegar Karl Bretaprins, ríkisarfi að bresku krúnunni, birtist á sjónvarpsskjám Breta nýverið.

Karl heimsótti skrifstofur breska ríkisútvarpsins ásamt eiginkonu sinni, Camilly Parker-Bowls, fyrr í þessari viku. Tilefnið var 60 ára starfsafmæli BBC í Skotlandi.

Karl og Camilla voru síðan fengin til að koma fram í hádegisfréttunum og flytja veðurfregnir. Þó svo að hlutverkið hafi vafalaust verið honum framandi þá stóð Karl sig með prýði.

Hægt er að sjá myndbandið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×