Innlent

Sóttu slasaðan vélhjólamann

Gissur Sigurðsson skrifar
Maður féll af vélhjóli í grennd við Kleifarvatn um ellefu leitið í gærkvköldi, og meiddist í fallinu. Þetta gerðist á slóða í nokkurri fjarlægð frá þjóðveginum.

Þar sem talið var að sjúkrabíll kæmist ekki á vettvang, voru björgunarsveitarmenn kallaðir út til að bera manninn niður á veg.

Hann var svo fluttur á slysadeild Landsspíatlans, en reyndist minna meiddur en óttast var í fyrstu. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×