Ólafur Ragnar um eiturlyfjavandann: Einfaldar aðferðir duga best Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 11. maí 2012 07:40 Mynd/Stefán Ólafur Ragnar Grímsson forseti segir ekki mjög flókið verk að uppræta eiturlyfjavandann. Forsetinn er staddur á Írlandi þar sem hann tók þátt í ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Evrópskar borgir gegn eiturlyfjum" en hann fékk sérstaka viðurkenningu á ráðstefnunni fyrir vel unnin störf í þágu ungmenna. Í máli hans kom fram að aukin evrópusamvinna og afnám landamæra innan sambandsins hafi haft ýmsa góða kosti í för með sér, en hann segir ennfremur að þetta hafi komið sér vel fyrir eiturlyfjasala sem hafi getað breitt úr sér um álfuna fyrir vikið. Blaðið Irish Times hefur eftir forsetanum að eina leiðin til að uppræta eiturlyfjavandann sé að gera það í nærsamfélaginu, ekki á landsvísu. Það sé ekki mjög flókið mál. „Eina leiðin er að vinna með unga fólkinu sjálfu, að byggja upp sjálfstraust þeirra þannig að þau verði ekki fórnarlömb," segir Ólafur. Hann vitnaði til rannsókna sem hann hafi komið að þegar hann var prófessor sem hafi sýnt að einfaldar aðferðir dugi vel í baráttunni. Mikilvægt sé að fjölskyldan eyði að minnsta kosti klukkutíma saman á hverjum degi, að ungmenni taki þátt í íþróttum og þá virki vel að biðja börn um að byrja ekki að neyta áfengis fyrr en þau séu orðin átján ára. Sé þessum einföldu reglum fylgt eftir eru minna en eitt prósent líkur á því að ungmenni verði fíkninni að bráð. Í blaðinu segir að þessa aðferð hafi forsetinn kynnt í gegnum samtökin auk þess sem farið sé að beita henni í Suður Ameríku. Í ræðu sinni ræddi Ólafur einnig um efnahagsvandann sem Íslendingar hefðu glímt við. Blaðamaðurinn lýsir því hvernig Íslendingar hafi neitað að styðja við föllnu bankana og segir forsetinn að lykillinn að því hversu vel hafi gengið sé sá að Íslendingar hafi skilgreint vandann sem „lýðræðislegan, en ekki efnahagslegan." Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti segir ekki mjög flókið verk að uppræta eiturlyfjavandann. Forsetinn er staddur á Írlandi þar sem hann tók þátt í ráðstefnu sem bar yfirskriftina „Evrópskar borgir gegn eiturlyfjum" en hann fékk sérstaka viðurkenningu á ráðstefnunni fyrir vel unnin störf í þágu ungmenna. Í máli hans kom fram að aukin evrópusamvinna og afnám landamæra innan sambandsins hafi haft ýmsa góða kosti í för með sér, en hann segir ennfremur að þetta hafi komið sér vel fyrir eiturlyfjasala sem hafi getað breitt úr sér um álfuna fyrir vikið. Blaðið Irish Times hefur eftir forsetanum að eina leiðin til að uppræta eiturlyfjavandann sé að gera það í nærsamfélaginu, ekki á landsvísu. Það sé ekki mjög flókið mál. „Eina leiðin er að vinna með unga fólkinu sjálfu, að byggja upp sjálfstraust þeirra þannig að þau verði ekki fórnarlömb," segir Ólafur. Hann vitnaði til rannsókna sem hann hafi komið að þegar hann var prófessor sem hafi sýnt að einfaldar aðferðir dugi vel í baráttunni. Mikilvægt sé að fjölskyldan eyði að minnsta kosti klukkutíma saman á hverjum degi, að ungmenni taki þátt í íþróttum og þá virki vel að biðja börn um að byrja ekki að neyta áfengis fyrr en þau séu orðin átján ára. Sé þessum einföldu reglum fylgt eftir eru minna en eitt prósent líkur á því að ungmenni verði fíkninni að bráð. Í blaðinu segir að þessa aðferð hafi forsetinn kynnt í gegnum samtökin auk þess sem farið sé að beita henni í Suður Ameríku. Í ræðu sinni ræddi Ólafur einnig um efnahagsvandann sem Íslendingar hefðu glímt við. Blaðamaðurinn lýsir því hvernig Íslendingar hafi neitað að styðja við föllnu bankana og segir forsetinn að lykillinn að því hversu vel hafi gengið sé sá að Íslendingar hafi skilgreint vandann sem „lýðræðislegan, en ekki efnahagslegan."
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira