Innlent

Málflutningur í Exeter-málinu

Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari.
Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari.
Málflutningur í Exetermálinu svonefnda fer fram í dag í Hæstarétti. Málið snýst um meint umboðssvik vegna útlána Byr sparisjóðs til félagsins Exeter Holding. Lánið var notað til þess að kaupa stofnfjárbréf af MP banka og tveimur stjórnarmönnum Byrs á yfirverði.

Málið er það fyrsta sem sérstakur saksóknari ákærði í en þeir Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður í Byr, Ragnar Z Guðjónsson, fyrrverandi forstjóri sparisjóðsins og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka voru sýknaðir í héraðsdómi fyrir tæpu ári síðan en saksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar.

Það hefur síðan dregist að fjalla um málið þar vegna tafa sem urðu á starfsemi réttarins á meðan á Landsdómsmálinu stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×