Innlent

Lögreglan greip unglinga með stolin neyðarblys

Mynd/Pjetur
Neyðarblysi var skotið úr Gróttu um klukkan hálf fjögur í nótt og bárust lögreglu þónokkrar tilkynningar um það. Starfsmenn vaktstöðvar siglinga og Gæslunnar hófu þegar eftirgrennslan hjá skipum á Faxaflóa og lögreglan fór út í Gróttu, þar sem hún fann nokkra tvo unglinga, 15 og 18 ára , sem voru með rauð neyðarblys í fórum sínum.

Auk þess fundust samskonar blys í bil þeirra og viðurkenndu þeir að hafa stolið þeim úr húsnæði á Grandanum. Ekki liggur fyrir hvort þetta eru sömu pörupiltarnir og tvívegis hafa skotið upp neyðarblysi frá Álftanesi að undanförnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×