Innlent

Rétt að endurskoða reglur og siði um komu flóttamanna

Höskuldur Kári Schram skrifar
Ögmundur Jónassson, innanríkisráðherra, telur rétt að endurskoða reglur og siði varðandi komu flóttamanna hingað til lands. Þetta kom fram í máli ráðherra á Alþingi í morgun þegar rætt var um alsírsku drengina sem voru handteknir á Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Þingmaður Samfylkingarinnar dregur í efa að barnaverndarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna hafi verið virtur í málinu.

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Ögmund út í málefni alsírsku drengjanna sem voru handteknir á Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði.

Mörður sagði augljóst að mistök hafi átt sér stað í kerfinu. „Það eru auðvitað lög og reglur í landinu. Ég dreg í efa að hér hafi verið farið að flóttamannasamningum og ég dreg líka í efa að hér hafi barnaverndarsáttmálinn verið virtur," sagði Mörður.

Ögmundur sagði það vera mat innanríkisráðuneytisins að ekki hafi verið brotið gegn flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna í þessu tilviki. Atvikið kalli hins vegar á endurskoðun á þeim reglum og siðum sem fylgt er í málum af þessu tagi.

„Íslenskt ákæruvald sem í þessu tilviki var lögreglustjórinn á Suðurnesjum það fer samkvæmt lögum og reglum og hefðum. og ég tek undir með háttvirtum þingmanni að þetta regluverk og þessar hefðir þurfum við að skoða," segir Ögmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×