Fleiri fréttir

Féll 10 til 20 metra við eggjatöku

Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á norðanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út um klukkan hálf fjögur í dag. Tilkynning barst um að maður sem var við eggjatöku í Aðalvík á Hornströndum hafi hrapað um 10 til 20 metra niður klettabjarg.

Stúlkan fékk nafnið Aþena Margrét Francoise María

Dóttir Jóakims Danaprins og Maríu prinsessu heitir Aþena Margrét Francoise María en hún var skírð í Mögeltönder kirkju í Danmörku í dag. Í dönskum miðlum í dag segir að hún fái Maríu nafnið frá móður sinni og Francoise-nafnið frá móður ömmu sinni.

Hannes forsetaframbjóðandi: Þetta lítur ljómandi vel út

Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi er nú að safna síðustu undirskriftunum fyrir framboð sitt. Skila á undirskriftum fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun. Hannes segist í samtali við fréttastofu að margir séu tilbúnir að gefa honum meðmæli en það sé að sjálfsögðu erfiðara fyrir sig en aðra frambjóðendur þar sem hann er ekki eins þekktur.

Steingrími var boðið að gerast fjármálastjóri Grikklands

Steingrími J. Sigfússyni, efnahags- og viðskiptaráðherra, var boðið að gerast sérstakur fjármálastjóri á vegum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Grikklandi í sex mánuði, en neitaði. Steingrímur greindi frá því að óskin hefði verið sett fram á fundi hjá sjóðnum í Washington.

Lockerbie-morðinginn látinn

Abdel Baset al-Megrahi sem var dæmdur fyrir að sprengja farþegaþotu í loft upp yfir skoska þorpinu Lockerbie árið 1988, er látinn 59 ára að aldri.

Manni hent fram af svölum í Kópavogi

Manni var hent fram af svölum íbúðar á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi í Kópavogi klukkan rúmlega korter yfir tíu í morgun. Maðurinn féll niður um eina hæð og lenti á svölum íbúðarinnar á hæðinni fyrir neðan. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu slasaðist maðurinn og var send sjúkrabifreið á staðinn. Ekki er vitað nánar um meiðsl hans. Karlmaður var handtekinn á staðnum en hann er grunaður um verknaðinn. Hann var færður í fangageymslu. Málið er í rannsókn.

Mannfall í Sýrlandi - 20 fallnir

Að minnsta kosti 20 hafa fallið í átökum andspyrnumanna og stjórnarhersins í Sýrlandi í dag, þar af létust 16 þegar herinn lét sprengjum rigna yfir borgina Hama. Samtök andspyrnumanna fullyrða að þrjú börn hafi látist í stórskotaárásinni.

Mikil spenna yfir nafninu

Dóttir Jóakims Danaprins og Maríu prinsessu verður skírð í Mögeltönder kirkju í Danmörku í dag.

Öflugur jarðskjálfti á Ítalíu - sex látnir

Að minnsta kosti sex eru látnir og fimmtíu slasaðir eftir að snarpur jarðskjálfti reið yfir norður Ítalíu í nótt. Verið er að leita að fólki í rústum bygginga en sögufræg virki og kirkjuturnar urðu fyrir skemmdum.

Leki í vélarvana rækjuskipi

Björgunarskipið Björg og Lífsbjörg á Snæfellsnesi voru kölluð út um klukkan tvö í nótt vegna vélarvana rækjuskips um 5 sjómílur utan við Rif.

Á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás

Maður liggur á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás við Grandagarð í Reykjavík rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Árásarmaðurinn var handtekinn skammt frá vettvangi og vistaður í fangageymslu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru mennirnir báðir mjög ölvaðir. Málið er í rannsókn. Fleiri líkamsárásir komu til kasta lögreglu í nótt. Um klukkan eitt var dyravörður kýldur af gesti sem verið var að vísa út en sá hafði verið að áreita gesti staðarins. Klukkan hálf sex í morgun var maður handtekinn við stjórnarráðið í Lækjargötu eftir að lögreglumenn horfðu á hann kýlda annan mann af engu tilefni. Tekin verður skýrsla af honum í dag.

Kýldi mann af engu tilefni fyrir framan lögregluna

Klukkan hálf sex í morgun var maður handtekinn við stjórnarráðið í Lækjargötu eftir að lögreglumenn horfðu á hann kýla annan mann af engu tilefni. Tekin verður skýrsla af honum í dag. Sá sem varð fyrir árásinni leitaði sér aðstoðar á slysadeild.

Rappar gegn kvenfyrirlitningu

Þórdís Nadia Semichat sendi frá sér sitt fyrsta lag og myndband, Passaðu þig, í síðustu viku. Hún segir íslenska hipphoppheiminum vera stjórnað af karlmönnum og vill veg kvenna meiri í dægurmenningunni. Kjartan Guðmundsson ræddi við hana.

Orkídea sem óx upp úr kolabing

Bryan Ferry er rokkari sem sagt er að líklegri sé til að endurinnrétta hótelherbergi en rústa því. Eftir 40 ár í bransanum sækir hann Ísland heim fyrsta sinni í tilefni Listahátíðar í Reykjavík. Sif Sigmarsdóttir hitti hann fyrir í London þar sem hún komst að eigin raun að ástæðum þess að hann telst enn kvennagull og hvers vegna hann myndi sóma sér vel sem konungur Frakklands.

Fékk ævilangt fangelsi í Kína

Dómstóll í Kína hefur dæmt Lai Chanxing í ævilangt fangelsi. Lai var framseldur frá Kanada til Kína á síðasta ári, eftir að kínversk stjórnvöld höfðu lofað Kanadamönnum því að hann yrði ekki tekinn af lífi.

Enginn með fyrsta vinning

Enginn var með allar lottótölurnar réttar í útdrætti kvöldsins. Fimm voru þó með fjórar jókertölur í réttri röð og fá þeir 100 þúsund krónur í sinn hlut.

Banaslys í Skorradal

Banaslys varð á malarveginum á milli Indriðastaða og Hreppslaugar í Skorradal um klukkan þrjú í dag þegar að jepplingur valt. Öldruð hjón voru í bílnum og var ökumaðurinn, konan, úrskurðuð látin á slysstað.

Elfa Dögg verður áfram í meirihlutanum - allir sáttir og sælir

Sjálfstæðismenn í Árborg náðu samkomulagi í dag um að Elfa Dögg Þórðardóttir, bæjarfulltrúi flokksins, starfi áfram með meirihlutanum. Helgi S. Haraldsson, fulltrúi B-listans, kemur þá ekki inn í meirihlutann eins og stóð til á tímabili.

Sigmund látinn

Uppfinningamaðurinn og skopmyndateiknarinn Sigmund Jóhannsson Baldvinsen lést í morgun, áttatíu og eins árs að aldri eftir erfið veikindi. Þetta kemur fram á vef eyjafrétta. Sigmund fæddist í Noregi árið 1931 og kom til Íslands þriggja ára gamall. Sigmund var einna þekktastur fyrir skopmyndir sínar í Morgunblaðinu en hann var menntaður vélstjóri og fann meðal annars upp sjálfvirkan sleppibúnað fyrir gúmmíbjörgunarbáta. Sigmund lætur eftir sig eiginkonu, Helgu Ólafsdóttur, og þrjá syni, þá Ólaf Ragnar, Hlyn og Björn Braga.

Kristbjörg kemur til hafnar - myndir

Neta- og dragnótabáturinn Kristbjörg VE kom til hafnar í Vestmannaeyjum í hádeginu í dag en báturinn varð vélarvana við Meðallandsbugt við Skarðsfjöruvita á tíunda tímanum í gærkvöldi og rak í átt að landi.

Oft auðvelt að brjótast inn

Oft er auðvelt fyrir þá sem kunna til að brjótast inn í tölvukerfi sem stýra eftirlitsmyndavélum. Þannig má nálgast upptökur úr vélunum og dreifa þeim, eða stöðva upptökur tímabundið, að því er fram kemur í nýjasta eintaki Vírsins, fréttabréfi áhættuþjónustu Deloitte.

Kanadískur ferðamaður krotaði á hurðir og veggi

Klukkan hálf sex í morgun var 38 ára gamall kanadískur ferðamaður stöðvaður af við eignaspjöll í miðbæ Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gekk maðurinn á milli húsa við Laugaveg og nágrenni og krotaði á hurðir og veggi. Hann var með farsíma meðferðis og sýndi lögreglumönnum nokkuð margar myndir af eignaspjöllunum en ekki hefur tekist að staðsetja allt krotið. Málið er í rannsókn hjá lögeglu.

Þýska ferðakonan fundin

Ferðakonan sem björgunarsveitir voru að leita að er fundin. Björgunarmaður á sexhjóli fann konuna rétt við Rauðasand og amaði ekkert að henni. Konan er frá Þýskalandi en búsett hér á landi. Björgunarsveitir voru komnir á svæðið og leit var hafin af göngumönnum, leitarmönnum á sexhjóli og á sjó.

Erlend ferðakona týnd á Vestfjörðum

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á sunnanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út um eittleytið til leitar að erlendri ferðakonu.

Útsýnið stórkostlegt í fyrstu fjallgöngunni

Viktor Theodórsson er tíu ára gamall hreyfihamlaður drengur sem gekk í fyrsta sinn á Akrafjall í síðustu viku með samnemendum sínum á útivistardegi Grundaskóla á Akranesi. Gangan gekk vel þrátt fyrir fötlun hans og segir hann hana hafa verið skemmtilega.

Myndband af lendingunni

Flugmenn urðu ekki varir við neitt þegar hjól undan farþegþotu Icelandair á leið til Orlando í gærkvöld fór af í flugtaki. Búið er að skikpta um lendingarbúnað á vélinni sem fer aftur í notkun seinna í dag.

Árleg vorhátíð Austurbæjarskóla haldin í morgun

Árleg vorhátíð Austurbæjarskóla hófst í morgun með skrúðgöngu frá skólanum. Í göngunni voru tveir trommuvagnar og var þeim ekið út úr gömlu spennistöðinni áður en gangn hófst. Á heimasíðu skólans segir að í stað orku til heimilisnota streymdi orka hrynsins út úr þessu gamla gímaldi og knúði gönguna áfram. Nemendur í 1. til 4. bekkjar voru með uppblásnar blöðrur, gular, rauðar, grænar og bláar í stíl við einkennisliti þessara árganga. Að lokinni göngu var dagskrá í skólaportinu þar sem boðið var upp á grill, basar og kaffihús. Á meðfylgjandi mynd hér til hliðar má sjá krakkana á Skólavörðustígnum.

Lög gegn barnaníði hert til muna

Bannað verður með lögum að framleiða klámfengið efni þar sem leikendur herma eftir barni, þó þeir hafi náð átján ára aldri. Einnig verður bannað að mæla sér mót við barn undir 15 ára aldri í kynferðislegum tilgangi, hvort sem það er á Netinu eða utan þess.

"Ekki boðlegt að búið sé að taka Alþingi Íslendinga í gíslingu"

Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir sjálfstæðismenn og framsóknarmenn halda þinginu í gíslingu vegna umræðu um þjóðatkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Umræðan hefur nú staðið í tæpar 37 klukkustundir en sjálfstæðismenn segja að ekki sé um málþóf að ræða.

Örfáir farþegar þurftu áfallahjálp

Aðeins örfáir farþegar þurftu á áfallahjálp að halda eftir lendinguna í gær. Fréttastofa náði tali af Guðmundi Þór Ingólfssyni, formanni Neyðarnefndar Suðurnesjadeildar Rauða Krossins, á Keflavíkurflugvelli stuttu eftir að vélin lenti.

Jóhanna á leið til Chicago

Forsætisráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, fer um helgina til Chicago þar sem haldinn verður fundur leiðtoga NATO ríkjanna. Í sendinefnd Íslands eru utanríkisráðherra, fastafulltrúi Íslands gagnvart NATO, og embættismenn frá forsætis- og utanríkisráðuneytum.

Draumur um barn í lausu lofti vegna tafa

"Mér finnst fáránlegt að einhverjir karlar í jakkafötum, án þess að ég sé með einhverja fordóma, geti stjórnað því hvort ég fái minn æðsta draum uppfylltan,“ segir Tinna Rúnarsdóttir, sem sér fram á að geta ekki eignast barn ef Íslensk ættleiðing fær ekki fjárveitingar frá ríkinu til að halda nauðsynleg námskeið fyrir verðandi kjörforeldra.

Blindi andófsmaðurinn á leið til Bandaríkjanna

Chen Guangcheng kínverski andófsmaðurinn sem flúði úr stofufangelsi og leitaði griða í bandaríska sendiráðinu í Peking í síðasta mánuði, er nú á leið til Bandaríkjanna. Nýlegur flótti hans skapaði mikla spennu í samskiptum Kínverja og Bandaríkjamanna en nú virðist sem lausn sé komin í málið. Chen, sem er blindur, fékk nýlega vegabréfsáritun og fór í morgun út á flugvöll ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. Hann hyggst fara til NewYork og hefja nám.

Búið að mynda nýjan meirihluta í bæjarstjórn Árborgar

Nýr meirihluti hefur verið myndaður í bæjarstjórn Árborgar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn náð saman um að bæjarfulltrúi Framsóknar, Helgi S. Haraldsson, gangi til liðs við hreinan meirihluta sjálfstæðismanna.

Kristbjörg VE á leið til Vestmannaeyja

Neta- og dragnótabáturinn Kristbjörg VE er nú í togi á leið til Vestmannaeyja. Báturinn varð vélarvana á Meðallandsbugt norðan við Skarðsfjöruvita á tíunda tímanum í nótt og rak í átt að landi.

Sjá næstu 50 fréttir