Innlent

Á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás

Maður liggur á gjörgæslu eftir alvarlega líkamsárás við Grandagarð í Reykjavík rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Árásarmaðurinn var handtekinn skammt frá vettvangi og vistaður í fangageymslu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru mennirnir báðir mjög ölvaðir. Málið er í rannsókn.

Um klukkan eitt var dyravörður kýldur af gesti sem verið var að vísa út en sá hafði verið að áreita gesti staðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×