Innlent

Árleg vorhátíð Austurbæjarskóla haldin í morgun

Krakkarnir í stuði á Skólavörðustíg í dag.
Krakkarnir í stuði á Skólavörðustíg í dag. mynd/sigurjón
Árleg vorhátíð Austurbæjarskóla hófst í morgun með skrúðgöngu frá skólanum. Í göngunni voru tveir trommuvagnar og var þeim ekið út úr gömlu spennistöðinni áður en gangn hófst. Á heimasíðu skólans segir að í stað orku til heimilisnota streymdi orka hrynsins út úr þessu gamla gímaldi og knúði gönguna áfram. Nemendur í 1. til 4. bekkjar voru með uppblásnar blöðrur, gular, rauðar, grænar og bláar í stíl við einkennisliti þessara árganga.

Að lokinni göngu var dagskrá í skólaportinu þar sem boðið var upp á grill, basar og kaffihús.

Á meðfylgjandi mynd hér til hliðar má sjá krakkana á Skólavörðustígnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×