Innlent

Áverkarnir alvarlegir - ekki í lífshættu

Áverkar mannsins sem ráðist var á við Grandagarð í Reykjavík í gærkvöldi eru alvarlegir. Hann liggur á gjörgæsludeild.

Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á deildinni er maðurinn með meðvitund og ekki í lífshættu.

Ráðist var á manninn rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Árásarmaðurinn var handtekinn skammt frá vettvangi og vistaður í fangageymslu.

Að sögn lögreglu voru þeir báðir mjög ölvaðir. Málið er í rannsókn hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×