Innlent

Lockerbie-morðinginn látinn

Megrahi var fagnað eins og þjóðhetju þegar hann kom til Líbíu.
Megrahi var fagnað eins og þjóðhetju þegar hann kom til Líbíu. Mynd/ AFP
Abdel Baset al-Megrahi sem var dæmdur fyrir að sprengja farþegaþotu í loft upp yfir skoska þorpinu Lockerbie árið 1988, er látinn 59 ára að aldri.

AFP-fréttastofan hefur eftir syni al-Megrahi að heilsu hans hafi hrakað mjög síðustu vikur og hann hafi látist á heimili sínu í Trípolí í morgun.

Al-Megrahi var sleppt úr fangelsi í Skotlandi árið 2009 af mannúaðarástæðum en hann var sagður dauðvona af völdum blöðruhálskrabbameins. Honum var fagnað sem þjóðhetju þegar hann heim til Líbíu fyrir þremur árum síðan.

270 manns fórust í Lockerbie-ódæðinu - flestir bandarískir ríkisborgarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×