Innlent

Elfa Dögg verður áfram í meirihlutanum - allir sáttir og sælir

Elfa Dögg Þórðardóttir
Elfa Dögg Þórðardóttir
Sjálfstæðismenn í Árborg náðu samkomulagi í dag um að Elfa Dögg Þórðardóttir, bæjarfulltrúi flokksins, starfi áfram með meirihlutanum. Helgi S. Haraldsson, fulltrúi B-listans, kemur þá ekki inn í meirihlutann eins og stóð til á tímabili.

Sjálfstæðismenn eru með hreinan meirihluta í bænum en hann hefur verið í uppnámi eftir að Elfa Dögg fór gegn samherjum sínum í deilumáli og höfðu félagar hennar lýst því yfir að hún nyti ekki trausts lengur.

Þreifingar hafa svo átt sér stað í vikunni en formlegar viðræður Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna hófust í gær. Upp úr þeim slitnaði síðdegis í dag og sættist Elfa Dögg við félaga sína.

Við fréttavefinn DFS.is segir Elfa að fundurinn með meirihlutunum í dag hafi verið mjög fínn og allir séu sáttir.

„Við töluðum opinskátt um hlutina og hreinsuðum út ýmis erfið mál þannig að nú eru allir sáttir og sælir," segir hún. Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna, tekur undir með Elfu.

„Niðurstaðan er frábær, Efla Dögg nýtur 100% trausts og stuðnings hjá meirhlutanum enda kom það skýrt fram á fundinum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×