Búinn að vera í björgunarsveitinni síðan 1979 - aldrei lent í öðru eins Höskuldur Kári Schram skrifar 19. maí 2012 18:36 Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í gær en hátt í tvö hundruð björgunarsveitarmenn og viðbragðsteymi voru kölluð út. Farþegar héldu þó ró sinni og aðeins örfáir þurftu á áfallahjálp að halda. Vélinni sem var á leið til Orlando í Bandaríkjunum var snúið við á sjöunda tímanum í gær eftir að hluti úr hjólabúnaði hennar fannst á flugbrautinni. Hættustigi Rauður var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli og allt tiltækt lið björgunarsveita og viðbragðsaðila kallað út. „Ég er búinn að vera í þessu síðan 1979 og hef aldrei lent í eins miklum viðbúnaði eins og núna. Það voru allar björgunarsveitir á svæðinu og höfuðborginni og slökkvilið og sjúkralið af svæðinu. Þetta voru fleiri hundruð manns sem voru tilbúnir að taka á ef eitthvað kæmi upp á," segir Gunnar Stefánsson, sviðsstjóri hjá Landsbjörgu. Í fyrstu var áætlað lenda vélinni tuttugu mínútur fyrir átta en ákveðið var að láta hana hringsóla í rúman klukkutíma í viðbót til að eyða eldsneyti. Mikil óvissa ríkti um ástand hjólabúnaðar og tóku flugmenn því lágflug yfir Keflavíkurflugvelli til að sérfræðingar á jörðu niðri gætu metið skemmdirnar. Það var svo rétt upp úr klukkan níu sem vélin lenti og gekk lending vel. Vélin var svo dregin að flugstöðvarbyggingunni þar sem farþegar fengu áfallahjálp. Önnur vél var síðan fengin til að fljúga með fólkið til Bandaríkjanna. „Það var einn og einn sem var hvekktur en flest allir sem komu út úr vélinni voru hressir og ánægðir að vera komnir í bygginguna," segir Gunnar. Engin hræðsla greip um sig meðal farþega og þótti áhöfn vélarinnar standa sig vel.Hvernig leið þér? „Bara allt í lagi, ég var bara að horfa á bíómynd," segir Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir, farþegi.Voru aðrir farþegar hræddir? „Ég tók ekki eftir neinu." Farþegar tóku svo aðra vél til Orlando í nótt.Þú ætlar ekki að fara til Bandaríkjanna? „Nei ég var að fara í sólarhringsferð með „crew-inu" en þær þurfa að hætta við þannig ég fer bara seinna," segir Hrafnhildur Eva. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
Mikill viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli í gær en hátt í tvö hundruð björgunarsveitarmenn og viðbragðsteymi voru kölluð út. Farþegar héldu þó ró sinni og aðeins örfáir þurftu á áfallahjálp að halda. Vélinni sem var á leið til Orlando í Bandaríkjunum var snúið við á sjöunda tímanum í gær eftir að hluti úr hjólabúnaði hennar fannst á flugbrautinni. Hættustigi Rauður var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli og allt tiltækt lið björgunarsveita og viðbragðsaðila kallað út. „Ég er búinn að vera í þessu síðan 1979 og hef aldrei lent í eins miklum viðbúnaði eins og núna. Það voru allar björgunarsveitir á svæðinu og höfuðborginni og slökkvilið og sjúkralið af svæðinu. Þetta voru fleiri hundruð manns sem voru tilbúnir að taka á ef eitthvað kæmi upp á," segir Gunnar Stefánsson, sviðsstjóri hjá Landsbjörgu. Í fyrstu var áætlað lenda vélinni tuttugu mínútur fyrir átta en ákveðið var að láta hana hringsóla í rúman klukkutíma í viðbót til að eyða eldsneyti. Mikil óvissa ríkti um ástand hjólabúnaðar og tóku flugmenn því lágflug yfir Keflavíkurflugvelli til að sérfræðingar á jörðu niðri gætu metið skemmdirnar. Það var svo rétt upp úr klukkan níu sem vélin lenti og gekk lending vel. Vélin var svo dregin að flugstöðvarbyggingunni þar sem farþegar fengu áfallahjálp. Önnur vél var síðan fengin til að fljúga með fólkið til Bandaríkjanna. „Það var einn og einn sem var hvekktur en flest allir sem komu út úr vélinni voru hressir og ánægðir að vera komnir í bygginguna," segir Gunnar. Engin hræðsla greip um sig meðal farþega og þótti áhöfn vélarinnar standa sig vel.Hvernig leið þér? „Bara allt í lagi, ég var bara að horfa á bíómynd," segir Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir, farþegi.Voru aðrir farþegar hræddir? „Ég tók ekki eftir neinu." Farþegar tóku svo aðra vél til Orlando í nótt.Þú ætlar ekki að fara til Bandaríkjanna? „Nei ég var að fara í sólarhringsferð með „crew-inu" en þær þurfa að hætta við þannig ég fer bara seinna," segir Hrafnhildur Eva.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira