Innlent

Kristbjörg kemur til hafnar - myndir

Myndir/Óskar P. Friðriksson
Neta- og dragnótabáturinn Kristbjörg VE kom til hafnar í Vestmannaeyjum í hádeginu í dag en báturinn varð vélarvana við Meðallandsbugt við Skarðsfjöruvita á tíunda tímanum í gærkvöldi og rak í átt að landi.

Jón Vídalín, togari VSV, dró bátinn til Vestmannaeuja og Lóðsinn tók við bátnum við Bjarnarey og dróg hann til hafnar.

Á meðfylgjandi myndum má sjá Kristbjörgu þegar hún nálgaðist Vestmannaeyjar í morgun.

Myndirnar tók Óskar P. Friðriksson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×