Innlent

Myndband af lendingunni

Flugmenn urðu ekki varir við neitt þegar hjól undan farþegþotu Icelandair á leið til Orlando í gærkvöld fór af í flugtaki. Búið er að skikpta um lendingarbúnað á vélinni sem fer aftur í notkun seinna í dag.

Mikill viðbúnaður var á Miðnesheiði í gær eftir að það uppgötvaðist að eitt af átta hjólum í lendingarbúnaði vélar Icelandair hefði dottið af í flugtaki.

Við erum enn að rannsaka það hvað olli því að þessi bilun varð í hjólabúnaðinum. Þetta er sem betur fer ekki algengt. Þarna varð bilun í einu hjóli af átta, öll hin hjólin sjö virkuðu fullkomnlega," segir Hilmar Baldursson, flugrekstrarstjóri Icelandair.

Viðtalið við Hilmar má hlusta á hér - þar lýsir hann því hvað gerðist í gærkvöldi. Og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá lendinguna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×