Innlent

Erlend ferðakona týnd á Vestfjörðum

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á sunnanverðum Vestfjörðum voru kallaðar út um eittleytið til leitar að erlendri ferðakonu.

Konan hringdi og óskaði eftir aðstoð en áður hægt var að fá nánari upplýsingar um ástand hennar slitnaði símtalið. Ekki hefur tekist að ná sambandi við hana aftur þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Í símtalinu kom fram að hún er stödd nálægt Rauðasandi, mögulega við Sjöundaá. Björgunarsveitir eru lagðar af stað til leitar en jafnframt er unnið að frekar upplýsingum um ferðir konunnar, segir í tilkynningu frá Landsbjörg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×