Innlent

Kanadískur ferðamaður krotaði á hurðir og veggi

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint úr safni
Klukkan hálf sex í morgun var 38 ára gamall kanadískur ferðamaður stöðvaður af við eignaspjöll í miðbæ Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gekk maðurinn á milli húsa við Laugaveg og nágrenni og krotaði á hurðir og veggi. Hann var með farsíma meðferðis og sýndi lögreglumönnum nokkuð margar myndir af eignaspjöllunum en ekki hefur tekist að staðsetja allt krotið. Málið er í rannsókn hjá lögeglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×