Innlent

Banaslys í Skorradal

Banaslys varð á malarveginum á milli Indriðastaða og Hreppslaugar í Skorradal um klukkan þrjú í dag þegar að jepplingur valt. Öldruð hjón voru í bílnum og var ökumaðurinn, konan, úrskurðuð látin á slysstað.

Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er hann ekki talinn vera alvarlega slasaður.

Rannsóknarnefnd umferðarslysa fer með rannsókn slyssins ásamt rannsóknardeild lögreglu á Akranesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×