Innlent

Lög gegn barnaníði hert til muna

Bannað að skoða barnaklám Hingað til hefur einungis verið bannað að framleiða það eiga og dreifa því. Fréttablaðið/E.ÓL
Bannað að skoða barnaklám Hingað til hefur einungis verið bannað að framleiða það eiga og dreifa því. Fréttablaðið/E.ÓL
Bannað verður með lögum að framleiða klámfengið efni þar sem leikendur herma eftir barni, þó þeir hafi náð átján ára aldri. Einnig verður bannað að mæla sér mót við barn undir 15 ára aldri í kynferðislegum tilgangi, hvort sem það er á Netinu eða utan þess.

Þá skal einnig fest í lög að ólöglegt verði að skoða barnaklám, en hingað til hafa lögin einungis náð utan um framleiðslu, vörslu og dreifingu á efninu.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í frumvarpi refsiréttarnefndar innanríkisráðuneytisins um breytingar á hegningarlögum. Var það lagt fram í því skyni að innleiða ákvæði samnings Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun.

Allsherjar- og menntamálanefnd afgreiddi frumvarpið í vikunni, þó með þeirri breytingu að ekki verði einungis ólöglegt að mæla sér mót við barn á Netinu, eins og refsiréttarnefnd lagði til, heldur einnig utan þess. Innanríkisráðherra er hvattur til að leggja frumvarpið fram í byrjun þings í haust.

Umsagnir bárust til Alþingis frá Barnaheillum, Barnaverndarstofu, Kvenréttindafélagi Íslands, Mannréttindaskrifstofu Íslands, ríkissaksóknara og umboðsmanni barna.- svAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×