Innlent

Manni hent fram af svölum í Kópavogi

Kópavogur
Kópavogur mynd/stefán
Manni var hent fram af svölum íbúðar á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi í Kópavogi klukkan rúmlega korter yfir tíu í morgun. Maðurinn féll niður um eina hæð og lenti á svölum íbúðarinnar á hæðinni fyrir neðan. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu slasaðist maðurinn og var send sjúkrabifreið á staðinn. Ekki er vitað nánar um meiðsl hans. Karlmaður var handtekinn á staðnum en hann er grunaður um verknaðinn. Hann var færður í fangageymslu. Málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×