Innlent

Leki í vélarvana rækjuskipi

Björgunarskipið Björg og Lífsbjörg á Snæfellsnesi voru kölluð út um klukkan tvö í nótt vegna vélarvana rækjuskips um 5 sjómílur utan við Rif.

Leki hafði komið að skipinu og vélin stöðvast. Þetta kemur fram á vefsíðu Landsbjargar. Þegar björgunarsveitarmenn komu að skipinu var tæplega eins metra sjór í vélarrúmi.

Dælur voru settar um borð og gekk vel að dæla sjónum úr vélarrúminu. Ekki tókst að koma rafmagni aftur á og var því skipinu fylgt aftur til hafnar á Rifi en þangað var skipið komið klukkan sjö í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×