Innlent

Örfáir farþegar þurftu áfallahjálp

Flugvélin stuttu eftir lendinguna í gærkvöldi.
Flugvélin stuttu eftir lendinguna í gærkvöldi. mynd/stöð 2
Aðeins örfáir farþegar þurftu á áfallahjálp að halda eftir lendinguna í gær. Fréttastofa náði tali af Guðmundi Þór Ingólfssyni, formanni Neyðarnefndar Suðurnesjadeildar Rauða Krossins, á Keflavíkurflugvelli stuttu eftir að vélin lenti.

„Við vorum að taka móti fólkinu og athuga ástandið sem var yfirleitt mjög gott. Það voru einn og einn sem þurfti aðeins að sinna en annars var fólkið í mjög góðum höndum hjá flugfreyjum sem virtust hafa góða stjórn á þessu," segir Guðmundur Þór.

Þeir sem þurftu aðstoð voru þeir í mikilli geðshræringu?

„Nei, fólki var aðallega brugðið og varð hrætt þegar það heyrði fréttirnar. Svo voru margir aðstandendur að hringja í fólk," segir hann.

Hafa farþegar lýst því hvernig ástandið var um borð?

„Samkvæmt því sem við fengum frá flugfreyjum og flugstjóra þá var það undartekning ef það voru miklar geðshræringar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×