Fleiri fréttir

Kom í heiminn á heimili sínu

Lítið stúlkubarn var aldeilis að flýta sér í heiminn í nótt og gaf ekki einu sinni foreldrum sínum tækifæri til að komast upp á fæðingardeild.

Ofsaakstur á Sæbraut - á tvöföldum hámarkshraða

Tuttugu og tveggja ára gamall ökumaður var stöðvaður við akstur bifreiðar á Sæbraut um klukkan tíu í gærkvöldi. Bifreið hans mældist á 147 kílómetrahraða á klukkustund en á Sæbrautinni er hámarkshraði 60 km/klst. Má úr því lesa að ökumaðurinn hafi ekið á rúmlega tvöföldum hámarkshraða. Hann var sviptur ökuréttindum sínum vegna ofsakstursins og bíður nú ákæru og dóms vegna málsins.

Pústrar í miðbænum

Tveir ökumenn voru teknir grunaðir um ölvun við akstur og einn ökumaður var tekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkninefna á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Nóttin var annars róleg hjá lögreglu en þó var eitthvað um pústra í miðbænum, en ekkert alvarlegt, að sögn lögreglu.

"Sælgæti“ fyrir máva stráð á velli í Kópavogi

"Munurinn liggur í því að kjötmjölið er kögglað núna en var meira duft í fyrra. Þá er þetta eins og ég sé að dreifa sælgæti á völlinn,“ segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi og forstöðumaður íþróttavalla í Kópavogsbæ um mávaplágu á íþróttavöllum bæjarins.

Björgólfi meinað að rífa aðalstigann

Hvorki Húsafriðunarnefnd né borgarminjavörður telja koma til greina að heimila niðurrif aðalstigans í hinu sögufræga húsi Fríkirkjuvegi 11. Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar sem keypti húsið fyrir hrun, vill gera breytingar á innra skipulagi þess. Við fyrri endurbætur sem borgin stóð fyrir á húsinu var leitast við að færa það í upprunalegt horf að innan sem utan. Ytra byrði hússins var friðað 1978.

Vinnuveitendur komi til móts við barnafjölskyldur

Reykjavíkurborg vill uppbyggilegt samstarf við atvinnulífið um hvernig best verður komið til móts við þarfir barnafólks. Þetta segir Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs. Samtök atvinnulífsins (SA) hafa gagnrýnt fjölgun starfsdaga á leikskólum borgarinnar og segja hana bitna á foreldrum og vinnustöðum þeirra.

Fylgi nýnasista vex hratt

Samkvæmt skoðanakönnunum gætu þingkosningarnar í Grikklandi, sem haldnar verða um næstu helgi, skilað Gylltri dögun, litlum flokki þjóðernisöfgamanna, um það bil fimm prósentum atkvæða. Það er vel yfir þriggja prósenta markinu, sem þarf til að komast á þing.

Stefnt að hæli í Bandaríkjunum

Bandarískir og kínverskir embættismenn vinna nú að samkomulagi um að kínverski andófsmaðurinn Chen Guangcheng fái hæli í Bandaríkjunum. Búist er við niðurstöðu innan skamms, að minnsta kosti áður en Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Kína síðar í vikunni.

Tillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu ekki verið rædd í nefndinni

Ný tillaga meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og Guðmundar Steingrímssonar um að þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fari fram í haust hefur ekki verið rædd í nefndinni. Þetta segir Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni. Hann segir þó að tillagan komi ekki á óvart, en upphaflega vildi meirihlutinn að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram samhliða forsetakosningum. Ekki náðist samkomulag um þá tillögu þegar um hana var rætt í lok mars.

Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir 20. október

Þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur Stjórnlagaráðs að breytingum á stjórnarskránni mun fara fram í síðasta lagi þann 20. október næstkomandi verði tillaga meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að veruleika. Tillögunni var dreift á Alþingi í dag. Upphaflega stóð til að þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram samhliða forsetakosningum. Ekki náðist samkomulag um það á Alþingi og því hefur ný tillaga að dagsetningu verið lögð fram.

Tekinn með 3 kíló af marijúana

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann marijúana við húsleit í íbúð í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði í dag. Um var að ræða tæplega 3 kílógrömm en marijúanað var ætlað til sölu. Karl um þrítugt var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar og játaði hann aðild sína að málinu.

Enginn glæpur að selja lúðu

Þrátt fyrir lúðuveiðibann er ekki erfitt að finna lúðu hjá fisksölum, en kílóverð á henni hefur hækkað um fimmtíu prósent frá því fyrir bann. Sumir viðskiptavinir verða þó undrandi að sjá lúðu í fiskborðinu og telja fisksalana hina mestu glæpamenn.

Lýsa yfir vonbrigðum með stöðu iðnnáms

Hallveig, ungliðahreyfing Samfylkingarinnar í Reykjavík, lýsir yfir miklum vonbigðum með stöðu iðnnáms í grunnskólum Reykjavíkurborgar í ályktun sem send var fjölmiðlum i kvöld. Félagið segir að Iðnnám í grunnskólum sé nánast ekkert þar sem gríðarlegur niðurskurðar hafi átt sér stað og áhugaleysi borgaryfirvalda hafi leikið þessar mikilvægu greinar grátt. Segjast Hallveigarmenn telja að skortur á iðnnámsgreinum í grunnskólum sé ein af megin orsökum þess að ekki sæki fleiri í að fara í iðnnám eftir að grunnskólanámi hefur verið lokið.

Tveggja mánaða prinsessa stal senunni á afmæli afa síns

Lítil sænsk tveggja mánaða gömul prinsessa stal senunni í dag þegar Karl Gústaf Svíakóngur hélt upp á 66 ára afmælið sitt. Prinsessan litla er dóttir Viktoríu krónprinsessu. Þetta var í fyrsta skipti sem Viktoría sýnir hana opinberlega og krónprinsessan hélt sjálf á henni við það tækifæri á svölum konungshallarinnar.

Stefnt að ákvörðun um kísilver á Húsavík fyrir áramót

Stefnt er að því að bindandi samningar um 66 þúsund tonna kísilver á Húsavík verði undirritaðir fyrir áramót. Ráðamenn þýska félagsins PCC eru væntanlegir til landsins í næstu viku til að þoka málinu áfram. Ráðamenn PCC flugu til Norðurlands fyrir síðustu jól til að kynna íbúum Húsavíkur og nærsveita áform sín og þeir eru aftur væntanlegir í næstu viku til að móta betur rammann utan um verkefnið og setja niður tímaáætlun.

Dagbók Bin Ladens á Netið

Gögn sem fundust á aðsetri Osama Bin Laden munu fara á Netið síðar í þessari viku, að því er sérfræðingur Hvíta hússins fullyrðir. Bandarískir hermenn lögðu hald á gögnin þegar ráðist var inn í virki Bin Ladens í Abbottabad í maí í fyrra og hann tekinn af lífi. Á gögnunum eru meðal annars útprent af samskiptum Bin Ladens við aðstoðarmenn hans og handskrifuð dagbók. Í gögnunum kemur meðal annars fram að Bin Laden hugðist breyta nafni al-Qaeda vegna þess að svo margir hátt settir menn innan samtakanna höfðu verið teknir af lífi.

"Leigusalar verða að vanda valið"

"Þetta er svakalegt mál og eitt það versta sem ég hef séð,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. Hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og ræddi við þáttastjórnendur um réttindi leigusala og þeirra sem taka húsnæði á leigu.

Tveir gefa kost á sér

Framboðsfrestur til kjörs vígslubiskups að Hólum í Hjaltadal rann út í dag og hafa tvö boðið sig fram. Það eru þau sr. Kristján Björnsson sóknarprestur í Vestmannaeyjaprestakalli og sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörgárdal. Enn er þó möguleiki á að tilkynning um framboð sé í pósti og því ekki ljóst fyrr en síðar í vikunni hversu margir gefa endanlega formlega kost á sér.

Heræfing vegna Ólympíuleikanna í Lundúnum

Yfirvöld í Bretlandi vinna nú að undirbúningi fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í Lundúnum í sumar. Að því tilefni munu land- og sjóher Bretlands standa fyrir hernaðaræfingu í Lundúnum og Weymouth í þessari viku.

The Avengers slógu 10 ára gamalt met

Ofurhetjumyndin The Avengers kom sá og sigraði á Íslandi um helgina. Ljóst er að Iron Man, Thor, Captain America og félagar heilli Íslendinga enda hópaðist fólk á öllum aldri í þá þrettán kvikmyndasali sem sýndu myndina.

Kræklingabændur kafna í eftirlitsgjöldum

Eftirlits- og leyfisveitingakerfi, sem stjórnvöld eru að setja upp í kringum kræklingarækt, stefnir í að kæfa greinina í fæðingu. Uppskeruleyfi eitt og sér gæti kostað allt að 280 þúsund krónur á viku sem hjá flestum er meira en verðmæti uppskerunnar. Bóndinn á Gróustöðum við Gilsfjörð, Bergsveinn Reynisson, er einn þeirra sem fóru af stað og hann er nú orðinn formaður Skelræktar, hagsmunasamtaka kræklingaræktenda.

Andrea hyggur á forsetaframboð

Andrea Jóhanna Ólafsdóttir mun greina frá ákvörðun sinni og áformum um framboð til embættis forseta íslenska lýðveldisins á blaðamannafundi í Norræna húsinu klukkan korter yfir fjögur á morgun. Andrea er fædd 2. ágúst 1972 á Húsavík. Andrea er þriggja barna móðir sem býr ásamt manni sínum, Hrafni H. Malmquist, í Skerjafirðinum.

Blómlegar göngugötur í miðborginni í sumar

Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkurborgar samþykkti einróma á fundi sínum í morgun tillögu um göngugötur í Reykjavík í sumar. Að mati samgönguráðs hafa göngugötur í miðborg Reykjavíkur síðastliðin sumur gefið góða raun. Þá telur ráðið að borgarbúar hafi almennt verið ánægðir með það fyrirkomulag að breyta vinsælum götum miðborgarinnar í göngugötur yfir sumartímann.

Smygluðu mörgum kílóum af amfetamíni - áfram í gæsluvarðhaldi

Fjórir karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 14. maí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Var það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna en mennirnir sem eru allir erlendir ríkisborgarar, eru grunaðir um aðild að innflutningi á umtalsverðu magni af fíkniefnum, eða 8,5 kg af amfetamíni. Í tilkynningu frá lögreglu segir að tveir mannanna hafi kært úrskurðinn til Hæstaréttar.

Jóhanna viss um að álit þjóðarinnar á ESB muni batna

Jóhanna Sigurðardóttir segist viss um að álitið á Evrópusambandsaðild Íslands muni batna þegar nær dragi að samningsniðurstöðu í málinu. Þetta sagði hún í svari til Sigurðar Inga Jóhannssonar alþingismanns Framsóknarflokksins sem spurði forsætisráðherra að því í dag á Alþingi hvort ekki væri kominn tími til að setja aðildarviðræðurnar við ESB í bið.

Guangcheng sagður vera í Peking

Blindi andófsmaðurinn Chen Guangcheng, sem slapp úr stofufangelsi í síðustu viku, er sagður vera í bandaríska sendiráðinu í Peking.

Ný aðferð við meðhöndlun krabbameins í brisi

Breskir vísindamenn hafa þróað nýja aðferð við meðhöndlun krabbameins í brisi. Þessi tiltekna tegund krabbameins er afar mannskæð og er talið að færri en einn af hverjum fimm sem greinast með það séu á lífi ári eftir greiningu.

Fangelsi fyrir landabrugg og kannabisrækt á sama staðnum

Karlmaður á þrítugsaldri var í dag dæmdur í héraðsdómi í átta mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun og fyrir að brugga landa, á sama stað í íbúð í Breiðholti. Maðurinn játaði sök að því er varðaði framleiðslu á kannabis og landa en hann neitaði því hinsvegar að framleiðslan væri hugsuð til sölu og dreifingar.

Drukknaði þegar bíllinn fór á kaf

Yfirvöld í Bretlandi óttast að mikil flóðatíð sé nú að hefjast í landinu. Síðustu daga hefur veður verið afar vindasamt og blautt á Bretlandseyjum og er óttast að ár fari brátt að flæða yfir bakka sína.

IKEA gefur viðskiptavinum myndavél

Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA hefur opinberað vistvæna myndavél sem fyrirtækið mun gefa viðskiptavinum sínum. Myndavélin er nær eingöngu gerð úr pappa.

Tveir handteknir fyrir innbrot og árás á húsráðanda

Lögreglan á Suðurnesjum handtók snemma í gærmorgun tvo karlmenn á þrítugsaldri eftir að hópur manna hafði ruðst inn hjá karlmanni á fertugsaldri, með því að brjótast í gegnum framhurð húsnæðisins þar sem hann býr. Að sögn lögreglu leikur grunur á að þeir sem brutust þar inn hafi misþyrmt húsráðandanum, meðal annars barið hann með spýtu sem fannst á vettvangi.

Sex skipulagsdagar algjört lágmark

Formaður félags stjórnenda leikskóla segir að atvinnulífið þurfi að virða gildi fjölskyldunnar og veita foreldrum svigrúm til að sinna börnum sínum. Hún segir sex skipulagsdaga leikskólakennara á ári algjört lágmark.

Ghanem drukknaði í Dóná

Ekkert er sagt benda til þess að andlát Shukri Ghanem fyrrverandi olíumálaráðherra Líbíu hafi borið að með saknæmum hætti en lík hans fannst í Dóná í Vínarborg í gær. Að sögn lögreglu drukknaði Ghanem og enn sem komið er bendir ekkert til að hann hafi verið myrtur.

Fjörutíu stöðvaðir fyrir að tala í símann undir stýri

Fjölmargir ökumenn hafa undanfarið verið stöðvaðir fyrir að tala í síma án þess að nota handfrjálsan búnað. Í tilkynningu frá lögreglu segir að fjörutíu ökumenn hafi til að mynda verið stöðvaðir vegna þessa á höfuðborgarsvæðinu og eiga þeir allir fimm þúsund króna sekt yfir höfði sér. "Lögreglan hvetur ökumenn til að láta af þessu í umferðinni, bæði til þess að koma í veg fyrir auka útgjöld og ekki síst til að stuðla að meira öryggi í umferðinni,“ segir þar.

Typpi lofuð í hástert

Leit stofnanda Hins íslenska reðasafns að mannslim til að fullkomna safnið er umfjöllunarefni nýrrar heimildarmyndar sem verður frumsýnd á Hot Docs Canadian International Documentary Festival á morgun.

Mál al-Khawaja tekið fyrir á ný

Mál stjórnarandstæðingsins Abdulhadi al-Khawaja verður tekið fyrir á ný af dómstólum í Barein. Abdulhadi, sem er danskur ríkisborgari, var dæmdur í lífstíðarfangelsi af herdómstól í Barein í júní á síðasta ári.

Guðbjartur: Tókst að verja lágtekjuhópana á kostnað hinna

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir skýrslu Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands um áhrif hrunsins á lífskjör þjóðarinnar staðfesta árangur stjórnvalda í tekjujöfnun. Tekist hafi að verja lágtekjuhópa á kostnað hinna.

Árásir halda áfram í Nígeríu

Að minnsta kosti þrír létust í sprengjuárásum í norðaustur Nígeríu í dag. Árásin átti sér stað í bænum Jalingo og beindist hún að bílalest lögreglunnar.

Mæður sem missa börn fái betri aðstöðu

„Ég man að ég þurfti alltaf að hafa gluggana lokaða á herberginu svo ég heyrði ekki barnagrátinn yfir til mín. Það var mjög erfitt,“ segir Kristín Guðmundsdóttir handboltakona sem var gengin 19 vikur þegar hún missti tvíburadrengi sína.

Sjá næstu 50 fréttir