Innlent

Björgólfi meinað að rífa aðalstigann

Eigandinn vill fjarlægja aðalstigann í Fríkirkjuvegi 11 eins og sjá má af þessum tveimur tölvumyndum. Mynd/Tark
Eigandinn vill fjarlægja aðalstigann í Fríkirkjuvegi 11 eins og sjá má af þessum tveimur tölvumyndum. Mynd/Tark
Hvorki Húsafriðunarnefnd né borgarminjavörður telja koma til greina að heimila niðurrif aðalstigans í hinu sögufræga húsi Fríkirkjuvegi 11. Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar sem keypti húsið fyrir hrun, vill gera breytingar á innra skipulagi þess. Við fyrri endurbætur sem borgin stóð fyrir á húsinu var leitast við að færa það í upprunalegt horf að innan sem utan. Ytra byrði hússins var friðað 1978.

„Með því að fjarlægja stiga milli fyrstu og annarrar hæðar raskast grunnhugmynd í innra skipulagi hússins og jafnframt hverfa brjóstþil sem nú eru upp með stiganum í aðalgangi hússins," segir í umsögn Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur borgarminjavarðar til skipulagsstjóra. Hún segir ekki hægt að fallast á þessar breytingar eins og þær liggi fyrir.

Húsafriðunarnefnd tekur í sama streng. „Ekki er loku fyrir það skotið að fallist verði á breytingar en öllum meiriháttar breytingum, svo sem færslu á aðalstiga hússins, er alfarið hafnað," segir í umsögn frá Nikulási Úlfari Mássyni, forstöðumanni Húsafriðunarnefndar. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×