Innlent

Heræfing vegna Ólympíuleikanna í Lundúnum

Miklar öryggisráðstafanir verða í Bow hverfinu í austurhluta Lundúna.
Miklar öryggisráðstafanir verða í Bow hverfinu í austurhluta Lundúna.
Yfirvöld í Bretlandi vinna nú að undirbúningi fyrir Ólympíuleikana sem haldnir verða í Lundúnum í sumar. Að því tilefni munu land- og sjóher Bretlands standa fyrir hernaðaræfingu í Lundúnum og Weymouth í þessari viku.

Æfingin er kölluð Olympic Guardian og munu herskip, þyrlur og fótgönguliðar taka þátt í henni.

Gríðarlegur viðbúnaður verður hjá yfirvöldum í Bretlandi vegna leikanna. Þá kom í ljós í gær að flugskeytapöllum verður komið fyrir ofan á fjölbýlishúsum í austurhluta Lundúna.

Flugskeytin verða notuð til að granda árásarflugvélum sem hryðjuverkamenn kunna að nota á meðan leikunum stendur.

En íbúar í austurhluta Lundúna eru hreint ekki sáttir með þessar fyrirætlanir.

Um 700 manns búa á svæðinu og hafa þeir fengið kynningarbækling um flugskeytapallana frá breska hernum.

Þá sagði einn íbúi að loftskeytin myndu skilja eftir sig brak út um allt hverfið verði þeim skotið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×