Innlent

Stefnt að ákvörðun um kísilver á Húsavík fyrir áramót

Kristján Már Unnarsson skrifar
Stefnt er að því að bindandi samningar um 66 þúsund tonna kísilver á Húsavík verði undirritaðir fyrir áramót. Ráðamenn þýska félagsins PCC eru væntanlegir til landsins í næstu viku til að þoka málinu áfram.

Fulltrúar PCC flugu til Norðurlands fyrir síðustu jól til að kynna íbúum Húsavíkur og nærsveita áform sín og þeir eru aftur væntanlegir í næstu viku til að móta betur rammann utan um verkefnið og setja niður tímaáætlun.

Þetta er sennilega það fjárfestingarverkefni í stóriðju hérlendis sem er líklegast til að vera næst í röðinni. Áformin miða nú við að skrifað verði undir bindandi samninga fyrir næstu áramót og að framkvæmdir við smíði kísilvers á Bakka geti hafist fyrir mitt næsta ár. Það yrði reist í tveimur 33 þúsund tonna áföngum. S

amhliða myndi Landsvirkjun hefja framkvæmdir við tvær jarðvarmavirkjanir, í Bjarnarflagi og á Þeistareykjum, en verksmiðjan þarf um 100 megavött, eða 50 fyrir hvorn áfanga.

Rætist þessi áform má ætla að allt að fimmhundruð störf skapist við stóriðjuframkvæmdirnar í Þingeyjarsýslum á þriggja ára tímabili en síðan verði til allt að 150 framtíðarstörf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×