"Sælgæti“ fyrir máva stráð á velli í Kópavogi 1. maí 2012 08:00 Mávaflokkar hafa frá því í síðustu viku flögrað á milli íþróttavalla í Kópavogi sem alþaktir eru kjötmjöli þessa dagana eins og hér á velli Breiðabliks fyrir helgi. Fréttablaðið/Pjetur „Munurinn liggur í því að kjötmjölið er kögglað núna en var meira duft í fyrra. Þá er þetta eins og ég sé að dreifa sælgæti á völlinn," segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi og forstöðumaður íþróttavalla í Kópavogsbæ um mávaplágu á íþróttavöllum bæjarins. Íbúar í nágrenni íþróttavalla HK í Fossvogsdal, Kópavogsvallar Breiðabliks, Kóravallar og Versalavallar hafa kvartað undan ónæði og óþrifum af gríðarlegum mávaflokkum sem sækja í vellina. Ástæðan er kjötmjöl sem dreift var á vellina og sendir frá sér mikla lykt sem vargfuglarnir renna á. Ómar segir ekki bæta úr skák hversu hávær mávurinn sé. „Fyrsti völlurinn slapp því þá var fuglinn ekki kominn," segir Ómar sem hefur tvær gasbyssur til umráða og fer á milli íþróttavallanna til að skjóta mávunum skelk í bringu. Þegar Fréttablaðið náði tali af honum síðdegis í gær var hann að færa gasbyssu til á Kóravelli. Þar vomuðu fuglarnir yfir en héldu sig fjarri á meðan hvellirnir ómuðu frá gasbyssunni. Ómar færði byssuna upp á þak í öryggisskyni. „Það er svo krakkarnir geti ekki komist að henni; þetta er svo vinsælt," segir Ómar sem kveður börnin keppast við að standa sem næst gasbyssunni án þess að þurfa að halda fyrir eyrun. Ómar segir að kjötmjöl hafi verið sett á þrjá velli í bænum í fyrra en á alla vellina að þessu sinni. Mjölið sé ekki aðeins margfalt ódýrara en tilbúinn áburður heldur líka mun betra. „Vellirnir sem fengu mjölið í fyrra líta miklu betur út en hinir vellirnir. Það er bara geggjun að kaupa tilbúinn áburð," segir hann. Auk þess sem gasbyssunum er beitt gegn ásókn mávanna segir Ómar að unnið sé að því að fá mjölið ofan í grassvörðinn með því að slá vellina og bleyta þá hressilega. Hann vonist til að mávurinn verði á braut innan fárra daga. „Við erum að reyna að koma honum fyrr í burt. Mitt neyðarbrauð verður að hringja í Gísla Martein og fá hann hingað með riffilinn," segir Ómar og vísar þar til umræðu sem var í Reykjavík fyrir nokkrum árum þar sem borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson talaði fyrir því að mávum yrði kerfisbundið fækkað með skotvopnum. gar@frettabladid.is Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
„Munurinn liggur í því að kjötmjölið er kögglað núna en var meira duft í fyrra. Þá er þetta eins og ég sé að dreifa sælgæti á völlinn," segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi og forstöðumaður íþróttavalla í Kópavogsbæ um mávaplágu á íþróttavöllum bæjarins. Íbúar í nágrenni íþróttavalla HK í Fossvogsdal, Kópavogsvallar Breiðabliks, Kóravallar og Versalavallar hafa kvartað undan ónæði og óþrifum af gríðarlegum mávaflokkum sem sækja í vellina. Ástæðan er kjötmjöl sem dreift var á vellina og sendir frá sér mikla lykt sem vargfuglarnir renna á. Ómar segir ekki bæta úr skák hversu hávær mávurinn sé. „Fyrsti völlurinn slapp því þá var fuglinn ekki kominn," segir Ómar sem hefur tvær gasbyssur til umráða og fer á milli íþróttavallanna til að skjóta mávunum skelk í bringu. Þegar Fréttablaðið náði tali af honum síðdegis í gær var hann að færa gasbyssu til á Kóravelli. Þar vomuðu fuglarnir yfir en héldu sig fjarri á meðan hvellirnir ómuðu frá gasbyssunni. Ómar færði byssuna upp á þak í öryggisskyni. „Það er svo krakkarnir geti ekki komist að henni; þetta er svo vinsælt," segir Ómar sem kveður börnin keppast við að standa sem næst gasbyssunni án þess að þurfa að halda fyrir eyrun. Ómar segir að kjötmjöl hafi verið sett á þrjá velli í bænum í fyrra en á alla vellina að þessu sinni. Mjölið sé ekki aðeins margfalt ódýrara en tilbúinn áburður heldur líka mun betra. „Vellirnir sem fengu mjölið í fyrra líta miklu betur út en hinir vellirnir. Það er bara geggjun að kaupa tilbúinn áburð," segir hann. Auk þess sem gasbyssunum er beitt gegn ásókn mávanna segir Ómar að unnið sé að því að fá mjölið ofan í grassvörðinn með því að slá vellina og bleyta þá hressilega. Hann vonist til að mávurinn verði á braut innan fárra daga. „Við erum að reyna að koma honum fyrr í burt. Mitt neyðarbrauð verður að hringja í Gísla Martein og fá hann hingað með riffilinn," segir Ómar og vísar þar til umræðu sem var í Reykjavík fyrir nokkrum árum þar sem borgarfulltrúinn Gísli Marteinn Baldursson talaði fyrir því að mávum yrði kerfisbundið fækkað með skotvopnum. gar@frettabladid.is
Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira