Erlent

Árásir halda áfram í Nígeríu

Talið er að hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafi staðið að baki árásinni. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Talið er að hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafi staðið að baki árásinni. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. mynd/AP
Að minnsta kosti þrír létust í sprengjuárásum í norðaustur Nígeríu í dag. Árásin átti sér stað í bænum Jalingo og beindist hún að bílalest lögreglunnar.

Um sjálfsmorðsárás er að ræða en samkvæmt fréttamiðlum í Nígeríu var mótorhjóli ekið á bílalestina.

Talið er að hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafi staðið að baki árásinni en samtökin er grunuð um að hafa skipulagt fjölda hryðjuverkaárása í landinu.

Þá er talið að Boko Haram beri ábyrgð á árásum á nokkrar kirkjur í Nígeríu í gær. Um 20 manns létust í árásunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×